Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 22. apríl 2022

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Það er alltaf tilvalið að gera góða lambasteik, annaðhvort fylltan hrygg eða pönnusteiktan hryggvöðva.

Fylltur lambahryggur
  • 1 lambahryggur (úrbeinaður)
  • 200 g sveppir
  • 100 g blaðlaukur
  • 100 g gráðostur
  • Salt og pipar

Söxum grænmetið og blöndum saman við ostinn. Setjum fyllinguna inn í hrygginn og lundirnar og kryddum svo kjötið að innan sem utan með salti og pipar. Ofnsteikjum þennan hátíðarmat í 20 mínútur við 175 gráður, lækkum síðan hitann í 150 gráður og steikjum í 20-30 mínútur eða þar til við erum ánægð með kjötið. Berum fram með góðri sósu, kartöflum og fersku grænmeti.

Hvönnin er víða vanmetin sem krydd en hentar mjög vel með lambinu góða.

Fyrir þá sem eiga kjötmæli þá er kjötið tilbúið við 60 gráða kjarnhita. Sumir binda hrygginn saman eða setja hann í kjötnet, öðrum finnst nú bara heimilislegt að hann opnist aðeins í ofninum.

Lambahryggvöðvi með hunangi
  • 600-800 g lambafile eða -prime
  • 30 g hunang
  • 30 g sinnep
  • Salt og pipar

Blöndum hunangi og sinnepi saman í skál og smyrjum á lambið. Steikjum í ofni í 15 mínútur við 180 gráða hita, látum síðan kjötið hvíla í 10 mínútur áður en við berum það fram með bökuðum kartöflum og salati. Kryddum til með salti og pipar. Kornsinnep er bragðgott og á vel við.

Piparrjómasósa
  • 400 ml hvítvín
  • 30 g þurrkuð græn piparkorn (mulin)
  • 2 lárviðarlauf
  • 250 ml rjómi
  • Salt og pipar

Setjum hvítvín í pott ásamt muldum piparkornum og lárviðarlaufi og sjóðum niður til hálfs. Sigtum þá soðið og blöndum við rjómann.

Bragðbætum síðan sósuna með salti og pipar. Var einhver að tala um piparsteik?

Kartöflusalat er auðvelt, sérstaklega ef farið er í bústaðarferð því bragðið er betra daginn eftir.

Beikon-kartöflusalat
  • 400 g kartöflur
  • 1 laukur
  • 1 epli
  • 100 g beikon
  • Pipar

Sjóðum kartöflurnar, látum þær kólna og skerum svo í teninga. Söxum lauk og beikon, steikjum á pönnu og kryddum með pipar. Bætum eplateningum á pönnuna og látum krauma.

Kælum.

Svona er salatið tilbúið til framreiðslu, en einnig er gott að bæta út á það majónes, ólífuolíu eða sýrðan rjóma eftir smekk.

Auðvelt er að gera púðursykur marengsbotna, þeyta rjóma og svo skreyta með páskaeggjum til að gera hátíðarlega köku.

Líka má gera súkkulaðikrem og hella á milli laga ásamt ferskum berjum.

Púðursykurskaka
  • 5 eggjahvítur
  • 5 dl púðursykur
  • ½ msk. kartöflumjöl

Til að gera þessa gömlu og góðu köku byrjum við á að hræra öllum hráefnunum saman í hrærivél uns blandan er loftkennd og stinn. Bökum í tveimur lausbotna formum í 1 klst. við 100 gráður.

Þá tökum við kökurnar út og látum þær kólna í 10 mín. Leggjum þær svo á hvolf á kökudiska, tökum formin af, setjum þeyttan rjóma og súkkulaðispæni yfir annan botninn og leggjum hinn þar yfir.

Ganache-súkkulaðikrem
  • 400 g bráðið súkkulaði
  • 150 ml rjómi
  • 50 g sykur
  • 50 g bráðið smjör

Sjóðum rjóma og sykur saman, blöndum við súkkulaðið og hrærum smjörinu saman við að lokum. Það er gott að krydda kremið til með te eða kaffi.

Skylt efni: lambakjöt

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...