Lambakjöt og grænmeti
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Allir elska íslenskt lamb. Þetta dýrindis og góða kjöt, sem kemur nýslátrað í búðir innan tíðar. Margir Íslendingar borða lambakjöt ekki nógu oft. Þessa dagana getur verð á betri hlutunum verið í hærri kantinum, sem gerir það ekki ódýrt val fyrir þá sem eru með þrönga fjárhagsáætlun eða stór heimili.
En þá er kjörið að nota ódýrari bitana eða nota annað prótein í uppskriftirnar. Þá er kúnstin að vera með fullt af grænmeti og skera kjötið þunnt niður í pítubrauð eða í vefjur og gera fjölskylduvæna dýrindis, holla máltíð með lamb og grænmeti í aðalhlutverki.
Ef þú ert að grilla enn inn í haustið þá er grænmeti algjörlega málið, nýkomið í búðir eða beint frá bónda – pakkað trefjum og próteini.
Lambakjöt og grillað grænmeti
- 400 g lambakjöt, til dæmis framfille (hægt líka að nota nautakjöt eða kjúkling)
- 1 msk. jómfrúarólífuolía
- safi af einni sítrónu
- tvö hvítlauksrif, söxuð
- 1/2 búnt af ferskri basiliku, fínt saxað
- ólífuolía til að framreiða sem sósu
- tvenns konar íslenskt kál, skorið í tvennt
- tvær rauðar paprikur, skormar í stóra bita
- einn rauðlaukur, skorinn í fjórðunga
- fjórar pítur eða vefjur
- tveir bollar salat, eða jafnvel nýjar íslenska kartöflur
- 250 g hummus eða önnur sósa eða meðlæti sem gott er að smyrja á pítubrauðið
Aðferð
Blandið saman sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í lítilli skál. Bætið lambakjötinu við og leggið til hliðar til að marinera í um 30 mínútur. Ef þú hefur ekki tíma til að marinera mun þessi uppskrift samt bragðast vel.
Hitið grillpönnu á meðan á miklum hita og úðið létt með ólífuolíu. Bætið grænmetinu við og grillið í tvær mínútur á hvorri hlið þar til það er brúnað. Takið af hitanum og leggið til hliðar.
Setjið lambið á grillpönnuna og eldið í 2–3 mínútur á hvorri hlið eða þar til það er orðið svolítið grillað.
Setjið grænmetið aftur á pönnuna og hitið í tvær mínútur til viðbótar. Bætið basilikulaufunum við grænmetið og sneiðið lambið á meðan það er heitt.
Berið fram í pítubrauði eða í vefju og toppið með lambakjöti og grænmetisblöndu, hummus eða sósu.
Berið fram og njótið!
Grillað grænmetissalat
Rófur, aspas, eggaldin, blómkál og fennel er rifið niður í ólífuolíu og grillað. Síðan er þessu velt saman við sítrónusafa og góða olíu til að gera þetta góða salat.
Hægt er að nota hvaða blöndu af grænmeti sem er, svo sem gulrætur, næpur og kúrbít.
- 3 miðlungs rauðrófur, skrúbbaðar eða skrældar
- 2⁄3 bolli ólífuolía
- salt og ferskur malaður svartur pipar, eftir smekk
- 1⁄2 blómkál á höfði, skorið í miðlungs blóm
- 1 grein timjan eða blóðberg
- 2 fennel, skorin í tvennt
- 1 lítið eggaldin, sneitt þversum og í þykkar sneiðar
- 1 avocado (lárpera)
- börkur og safi af einni sítrónu
Hitið kolagrill (hafið kolin bara öðrum megin) eða stillið gasgrill á háan hita. Slökkvið á annarri hliðinni til að búa til kaldara svæði. Einnig er hægt að hita steypujárns-grillpönnu yfir miðlungsháum hita.
Nuddið grænmetið sem er stærst og þarf að elda lengst, eins og rófur, með tveimur matskeiðum af olíu, salti og pipar. Grillið yfir óbeinum hita, snúið eftir þörfum, þar til það er svolítið brúnað og soðið í gegn, um 45 mínútur til klukkustund. Látið rófurnar kólna aðeins, takið hýðið af og skerið í sneiðar. Flytjið yfir á fat og haldið hita.
Veltið blómkáli með þremur matskeiðum af olíu, timjan, salti og pipar. Vefjið í tvöfaldan álpappír, lokið álpappírnum og grillið yfir óbeinum hita þar til það er mjúkt (eftir smekk), eða í 18–20 mínútur. Flytjið yfir á fatið með rófunum. Bætið olíu á það sem eftir er af grænmeti eins og fennel, eggaldin og aspas. Saltið og piprið í skálina.
Grillið grænmeti sem þarf minni eldun yfir beinum hita þar til það er svolítið brúnað og með grillröndum og mjúkt viðkomu, má áætla 6–8 mínútur fyrir eggaldin og aspas en 10–12 mínútur fyrir fennel. Færið yfir á fat með rófum og blómkáli. Hellið olíunni sem eftir er yfir og sítrónusafa og börk, blandið varlega saman og berið fram heitt.