Lambakótelettur og ristað blómkál
Nú er sláturtíð og ef fólk á ber í frysti er hægt að gera veislu með hjálp frá náttúrunni og tilvalið að setja lambakjöt á matseðillinn.
Ekki skemmir að kryddleggja það og framreiða með nóg af grænmeti og kartöflum. Hægt er líka að breyta til með því að nota kalkúnalæri, íslenskt haustgrænmeti eða góða íslenska sveppi – og jafnvel villisveppi ef það hefur verið tími fyrir sveppamó.
Lambið
- Um fjórar 200 g hreinsaðar
- lambakótelettur (kóróna)
- 2 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur
- 11/2 tsk. saxað rósmarín
- 1 hvítlauksrif, saxað
- Nýmalaður pipar
- 100 ml auk 1 msk. ólífuolíu
- 2 msk. ferskur sítrónusafi
- 200 g nýtt grænmeti
- 200 g villisveppir
Aðferð
Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél. Bætið við olíu og kryddið. Marinerið lambasteikina í að minnsta kosti 10 mínútur.
Steikið á pönnu með grænmeti og sveppum í um 4 mínútur á hvorri hlið (miðlungs elduð). Færið pönnuna í ofn eða á ofnfast fat í 5 mínútur og berið fram.
Ristað blómkál og kalkúnalæri með parmesanosti
- 3 kalkúnalæri úrbeinuð (u.þ.b. 700 g)
- 2 msk. ólífuolía, skipt
- 1 haus blómkál (um það bil 1 kg), snyrt, brotinn í stóra bita
- 80 g smjör
- 40 g brauðmylsna
- 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
- 1/3 bolli (25g) fínt rifinn parmesan
- 1 msk. fínsöxuð fersk steinselja
Aðferð
Setjið ofngrindina í miðju ofnsins. Hitið ofninn í 230 gráður.
Í stórri skál, setjið kalkúnalæri penslað með 1 msk. olíu. Kryddið með salti. Færið á bakka. Eldið og snúið til hálfs í eldun, í 20 mínútur. Eða þar til er eldað í gegn.
Setjið blómkálið í stóra skál með 1 matskeið olíu.
Kryddið með salti. Bætið blómkáli við bakkann, því sem eftir er. Eldið með kalkúninum í 15 mínútur eða þar til blómkál er meyrt og karamelliserað.
Á meðan, í meðalstórri pönnu, eldið smjörið, hrærið yfir miðlungs hita í 3 mínútur eða þar til það er ljósbrúnt á litinn. Hrærið brauðmylsnu og pipar saman við, ef það er notað, og setjið til hliðar.
Setjið kalkúnalæri og blómkál í stórt fat. Veltið upp úr brúnuðu smjöri, ristaðri brauðmylsnu og stráið parmesan og steinselju yfir.