Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sloppy Joe eða Subbu-Jobbi er venjulega borinn fram án allra skreytinga eða viðhengja. Getur þó verið gott að skella á hann eins og einni amerískri ostsneið og nokkrum súrum gúrkum.
Sloppy Joe eða Subbu-Jobbi er venjulega borinn fram án allra skreytinga eða viðhengja. Getur þó verið gott að skella á hann eins og einni amerískri ostsneið og nokkrum súrum gúrkum.
Mynd / Hari
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Höfundur: Haraldur Jónasson

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku skólamötuneyta Bandaríkjanna – hinum sögufræga Sloppy Joe.

Hvort sem þessi subbusamloka kemur til okkar í gegnum sjónvarp og bíómyndir eða heimsbókmenntirnar, sögur segja að Hemingway hafi haft dálæti á þessari samloku, hittir hún alltaf í mark og setur mögulega blett í föt.

Sloppy Joe er tæknilega séð subbulegur hamborgari. Hráefnið er nánast það sama en eldunaraðferðin líkari hakki og spaghettí og þar sem þetta er samloka sem sleit barnsskónum á níunda áratugnum er ferskt hráefni ekki endilega nauðsynlegt. Hakkið þarf reyndar að vera ferskt og smá laukur en annað kemur þurrkað úr krukku eða flösku.

Þessi tiltekna uppskrift er ekki með papriku en það má nota smá papriku eða ferskan chili ef vill. Annars gerum við þetta svona:

Út í 600 grömm af hakki blöndum við fjórðung af teskeið af matarsóda. Sódinn hækkar PH gildi hakksins sem auðveldar að brúna kjötið og gerir kjöttægjurnar meyrari. Lítill sódi fer langt þannig að ekki setja of mikið.

Næst er að saxa niður og svita hálfan lauk á pönnu. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur færum við hann til á pönnunni og setjum hakkið út í. Þægilegt að færa pönnuna þannig að smá hluti hennar standi út af hellunni. Laukurinn fer á kalda partinn og hakkið á þann heita. Gott að brúna kjötið eins og risastórt buff. Þegar botninn á buffinu er orðinn sæmilega brúnn er það brotið niður með spaða eða sleif og lauknum blandað saman við.

Krókur á móti bragði

Næsta skref er bragðið. Einkennandi bragð þessa réttar er blanda af tómatsósu og worchestershire-sósu.

En við byrjum á þurrkaða kryddinu. Það fer út í og gott að velta því um í blöndunni í nokkrar sekúndur. Þá er hægt að strá kúfaðri matskeið af hveiti yfir og hræra saman við. Leyfa því að taka sig aðeins til að hráa bragðið fari og þá fer blauti hluti uppskriftarinnar út í. Fyrst tómatpúrran; gott að gefa henni nokkrar sekúndur á pönnunni, þá tómatsósan, sinnepið, worchestershire-sósan og loks kjötkraftsblandað vatn. Púðursykurinn er val hvers og eins. Tómatvörurnar sérstaklega eru svolítið súrar og því allt í lagi að jafna sýruna aðeins með smá sætu.

Malla jukkið í 10–15 mínútur. Þannig þéttist rétturinn, hveitið þykkir hann og bragðið eykst. Þegar soppan er orðin sæmilega þykk er rétturinn tilbúinn.

Smakka til með salti og mögulega smá ediki ef sykurmagnið fór yfir strikið. Munum að worchestershire-sósan er sölt sem og kjötkrafturinn.

Bera herlegheitin fram í mjúku hamborgarabrauði. Má rista brauðið létt á pönnu svo það detti ekki í sundur.

Það er reyndar smá tilgangurinn með Subbu-Jobba – að hann sé subbulegur.

Innihald
  • Hakk 600 grömm
  • Vatn 3,5 dl
  • 1⁄2 laukur (saxaður)
  • Tómatssósa, 5 msk.
  • Worchestershiresósa, 2 msk.
  • Tómatpúrra, 2 msk.
  • Sinnep (helst gult amerískt), 2 msk.
  • Hveiti, 1 msk.
  • Laukduft, 1 msk.
  • Paprikuduft, 1 msk.
  • Svartur pipar, 1 msk.
  • Hvítlauksduft, 2 tsk.
  • Kjötkraftur, 2 tsk.
  • Svartur pipar, 1-2 tsk.
  • Chiliduft, 1 tsk.
  • Matarsódi, 1⁄2 tsk.
Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...