Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Gestir skoða eitt verkanna á sýningunni Átthagamálverkið sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
Gestir skoða eitt verkanna á sýningunni Átthagamálverkið sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
Mynd / Listasafn Reykjavíkur
Menning 11. september 2024

Átthagamálverkið stöðvar tímann

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sýningin Átthagamálverkið stendur yfir á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Þar má sjá verk eftir hundrað listamenn hvaðanæva að af landinu.

Í kynningartexta frá Listasafni Reykjavíkur segir að á sýningunni sé ferðast hringinn í kringum landið í gegnum sögu sem spanni rúma öld. Staldrað sé við og litið í firði, dali, þorp og bæi með augum fólks sem þekki þar betur til en nokkur annar. Um sé að ræða átthagamálverk sem máluð séu af ást og hlýju, uppfull af tilfinningu fyrir staðháttum og minningum um fyrri tíma.

Segir jafnframt að saga átthagamálverksins sé jafnframt saga samfélagsbreytinga. Á tuttugustu öld hafi fólk annars vegar flust af bæjum í þéttbýli og hins vegar frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Þessir búferlaflutningar séu samofnir breytingum á sviði menntunar og menningar, verslunar og þjónustu, atvinnu- og efnahagsþróunar sem og félagslegra tengsla. Átthagamálverkin standi eftir eins og tilraun til þess að hægja á þessari framrás, stöðva tímann, fanga eitthvað áður en það verður um seinan.

Einlægni og ást

„Við val á verkunum var ekki horft til vægis þeirra í hefðbundnu listsögulegu tilliti,“ segir Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur.

„Þetta eru ekki meistaraverk eða dæmi um bestu málverk síns tíma. Þau eru valin saman út frá því hugarþeli sem talið er liggja að baki tilurð þeirra. Þar ræður tenging listamanns við viðfangsefni sitt og með hvaða hætti viðkomandi tjáir hug sinn. Einlægni og ást eru þeir eiginleikar sem ráða meiru um hvort verk eru valin inn á sýninguna fremur en tæknileg geta eða hvernig þau passa inn í línulega listasögu. Þá var lögð áhersla á að koma víða við, í hverjum landshluta og berja fjölbreytta átthaga augum,“ segir hann.

Erindið að opna nýja sýn

Erindi sýningarinnar við nútímann er að sögn Markúsar að hún opnar nýja sýn á listasögu 20. aldar.

„Hún er svo miklu ríkulegri heldur en sú úrvinnsla sem fram hefur farið gefur til kynna. Í dag hefur opnast fyrir annan og stærri hóp inn á listavöllinn. Áður giltu strangari aðgangsreglur þar sem þeir sem taldir voru eiga erindi voru helst vel menntaðir fagmenn af karlkyni en nú er uppi krafa um inngildingu,“ segir hann. Því fylgi sú ábyrgð að líta fram hjá allri jaðarsetningu og stefna að þátttöku og sýnileika ólíkra einstaklinga. Um leið verði að endurskoða gamalgróið stigveldi og gæðamat.

„Þessi sýning gengur kannski heldur langt í að snúa hlutum á hvolf og blanda saman ólíkum hlutum, en það er um leið ögrandi og hressandi í samtímanum,“ segir Markús enn fremur.

Eitt hundrað listamenn eiga verk á sýningunni og eru þeir jafnt lærðir listamenn sem sjálfmenntað áhugafólk. Kennir þarna ýmissa grasa og má m.a. sjá nöfn allmargra helstu listamanna þjóðarinnar. Sýningin stendur fram í október.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm
Líf og starf 4. mars 2025

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm

Í upphafi síðustu aldar, þegar félagslega varð ásættanlegt fyrir konur að sýna á...

Svala og Alli Íslandsmeistarar
Líf og starf 3. mars 2025

Svala og Alli Íslandsmeistarar

Í spili vikunnar sem kom upp á Masters-ofurmótinu í Hörpu í lok janúar skrifaði ...

Rokkað og rólað
Líf og starf 28. febrúar 2025

Rokkað og rólað

Rokkkór Húnaþings vestra er félagsskapur á þriðja tug íbúa Húnaþings undir stjór...