Fjórir snillingar
Menning 21. október 2024

Fjórir snillingar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin önnur bókin í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði.

Fjórir snillingar er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út en hún er önnur í ritröð sem nefnd er Sagnaþættir úr Borgarfirði.

Í fréttatilkynningu segir að bókin hafi að geyma persónuþætti þar sem sagt sé frá ævi og störfum nokkurra áhugaverðra einstaklinga sem settu svip sinn á samfélagið í Borgarfirði á ýmsum tímum. Fjallað er um tvo bændahöfðingja sem stóðu framarlega í helstu framfaramálum héraðsbúa á fyrri hluta 20. aldarinnar og tvö skáld sem Helgi telur vert að lyfta upp á sjónarsviðið, annað átti sitt blómaskeið fyrir aldamótin 1900 og hitt um aldamótin 1600. Allt hafi þetta verið yfirburðamenn, hver á sínu sviði. Þeir karlar sem eru í aðalhlutverkum í bókinni eru Davíð Þorsteinsson, stórbóndi á Arnbjargarlæk, Kristján F. Björnsson, bóndi og byggingarmeistari á Steinum, Sigurður Eiríksson, afkastamikið skáld og þýðandi og Bjarni skáldi, eða Bjarni Borgfirðingaskáld.

Bókin er fáanleg hjá höfundi.

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...