Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Signý Guðmundsdóttir afhendir snjóbílinn Gusa fyrir hönd föður síns og Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns, veitir farartækinu viðtöku.
Signý Guðmundsdóttir afhendir snjóbílinn Gusa fyrir hönd föður síns og Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns, veitir farartækinu viðtöku.
Mynd / Aðsend
Menning 25. júní 2024

Gusi á Skógasafn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fjölskylda Guðmundar Jónassonar hefur afhent snjóbílinn Gusa til varðveislu á Skógasafni.

Bíllinn var smíðaður í Bombardier-verksmiðjunum í Kanada og keypti Guðmundur hann árið 1952. Gusi var útbúinn með einangruðu farþegarými, öflugri miðstöð og góðu plássi fyrir tólf farþega. Til þess að fylgjast með staðsetningu ökutækisins í jöklaferðum bætti Guðmundur við búnaði eins og áttavita, hæðarmæli og vegmæli sem dreginn var aftan við bílinn. Jafnframt var sett talstöð í farartækið, en á þeim tíma var notkun þeirra afmörkuð við siglingar.

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá GJ Travel. Bifreiðin er í mjög góðu standi og getur enn náð 60 kílómetra hraða eins og þegar hún var ný. Að jafnaði var ekið á 25–30 kílómetra hraða í jöklaferðum og var farartækið vinsælt í krefjandi hálendis- og jöklaverkefni. Gusi var til að mynda mikið notaður í leiðöngrum Jöklarannsóknarfélags Íslands.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...