aðalhlutverkum eru Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, „Dudda“, Ársæll Hjálmarsson, „Diddi“ og Sigríður Hafsteinsdóttir, „Dúa“.
aðalhlutverkum eru Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, „Dudda“, Ársæll Hjálmarsson, „Diddi“ og Sigríður Hafsteinsdóttir, „Dúa“.
Mynd / Guðmundur Karl Sigurdórsson.
Menning 8. nóvember 2024

Listin að lifa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið frumsýndi Leikfélag Selfoss leiksýninguna Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Jónheiðar Ísleifsdóttur sem einnig er formaður félagsins.

Verkið skrifaði Sigríður Lára upphaflega í tilefni 40 ára afmælis Leikfélags Fljótsdalshéraðs árið 2006 og í kjölfarið var það valið sem áhugaleiksýning Þjóðleikhússins veturinn 2006–2007. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Sigríður Lára sest við að semja en hún hefur skrifað leikrit síðan 1999 fyrir ýmis leikfélög, m.a. Stúdentaleikhúsið og Hugleik.

Alls taka fimm leikarar þátt í sýningunni, sumir að stíga sín fyrstu skref á meðan aðrir eru heldur sjóaðri. Verkið fjallar um vinina þau Didda, Duddu og Dúu en þeim er fylgt gegnum lífið frá barnæsku til grafar. Má nærri geta að gengur á ýmsu sem lífið býður upp á, ástarmál, Alzheimer og allt þar á milli.

Leikfélag Selfoss hefur verið starfrækt frá ársbyrjun 1958, en var sett á fót fyrir tilstuðlan Kvenfélags Selfoss. Síðan 1988 hefur leikfélagið haft til fullra afnota gamla iðnskólahúsið á Selfossi sem nú er kallað Litla leikhúsið við Sigtún.

Áttunda sýning er í dag, föstudaginn 8. nóvember, kl. 20.00 en alls verða tíu sýningar og því hver að verða síðastur að festa sér miða. Næstu sýningar eru þann 10., 15., og 16. nóvember – allar klukkan 20 nema sýningin þann 10. nóvember sem er klukkan 17. Sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún, miðasala fer fram á tix.is og miðaverðið 3.500 kr.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...