Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
 aðalhlutverkum eru Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, „Dudda“, Ársæll Hjálmarsson, „Diddi“ og Sigríður Hafsteinsdóttir, „Dúa“.
aðalhlutverkum eru Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, „Dudda“, Ársæll Hjálmarsson, „Diddi“ og Sigríður Hafsteinsdóttir, „Dúa“.
Mynd / Guðmundur Karl Sigurdórsson.
Menning 8. nóvember 2024

Listin að lifa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið frumsýndi Leikfélag Selfoss leiksýninguna Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Jónheiðar Ísleifsdóttur sem einnig er formaður félagsins.

Verkið skrifaði Sigríður Lára upphaflega í tilefni 40 ára afmælis Leikfélags Fljótsdalshéraðs árið 2006 og í kjölfarið var það valið sem áhugaleiksýning Þjóðleikhússins veturinn 2006–2007. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Sigríður Lára sest við að semja en hún hefur skrifað leikrit síðan 1999 fyrir ýmis leikfélög, m.a. Stúdentaleikhúsið og Hugleik.

Alls taka fimm leikarar þátt í sýningunni, sumir að stíga sín fyrstu skref á meðan aðrir eru heldur sjóaðri. Verkið fjallar um vinina þau Didda, Duddu og Dúu en þeim er fylgt gegnum lífið frá barnæsku til grafar. Má nærri geta að gengur á ýmsu sem lífið býður upp á, ástarmál, Alzheimer og allt þar á milli.

Leikfélag Selfoss hefur verið starfrækt frá ársbyrjun 1958, en var sett á fót fyrir tilstuðlan Kvenfélags Selfoss. Síðan 1988 hefur leikfélagið haft til fullra afnota gamla iðnskólahúsið á Selfossi sem nú er kallað Litla leikhúsið við Sigtún.

Áttunda sýning er í dag, föstudaginn 8. nóvember, kl. 20.00 en alls verða tíu sýningar og því hver að verða síðastur að festa sér miða. Næstu sýningar eru þann 10., 15., og 16. nóvember – allar klukkan 20 nema sýningin þann 10. nóvember sem er klukkan 17. Sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún, miðasala fer fram á tix.is og miðaverðið 3.500 kr.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm
Líf og starf 4. mars 2025

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm

Í upphafi síðustu aldar, þegar félagslega varð ásættanlegt fyrir konur að sýna á...

Svala og Alli Íslandsmeistarar
Líf og starf 3. mars 2025

Svala og Alli Íslandsmeistarar

Í spili vikunnar sem kom upp á Masters-ofurmótinu í Hörpu í lok janúar skrifaði ...

Rokkað og rólað
Líf og starf 28. febrúar 2025

Rokkað og rólað

Rokkkór Húnaþings vestra er félagsskapur á þriðja tug íbúa Húnaþings undir stjór...