Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændafundir
Leiðari 25. ágúst 2022

Bændafundir

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Í þessari viku er stjórn Bændasamtakanna, ásamt starfsfólki, í hringferð um landið til samtals við bændur.

Á heimasíðu samtakanna bondi.is, á samfélagsmiðlum og í útvarpi, hvar auglýsingar um fundina óma, er hægt að kynna sér hvar á landinu við verðum. Þema fundaraðarinnar að þessu sinni er Samtal um öryggi, þar sem meginstefið verður umfjöllun og umræður um fæðuöryggi, öryggi bænda og afkomuöryggi. Það er mikil tilhlökkun hjá stjórn og starfsfólki Bændasamtakanna að hitta bændur og taka samtalið um helstu málefnin sem snúa að landbúnaði og starfsskilyrðum bænda. Þegar þetta er ritað, höfum við þegar lokið góðum og gagnlegum fundum í Borgarnesi, Ísafirði og Húnaþingi vestra og á leið til fundar við Skagfirðinga. Það er von mín að þessir fundir verði okkur öllum til gagns þar sem við getum átt málefnalegt samtal um áskoranir í landbúnaði og þau mál sem við eigum að leggja áherslu á á komandi vikum og mánuðum í starfi samtakanna með hag bænda í fyrirrúmi.

Fram undan í starfi Bændasamtakanna

Að loknum sumarleyfum hófu þrír nýir starfsmenn störf hjá samtökunum en þau eru Sverrir Falur Björnsson hagfræðingur og Stella Björk Helgadóttir markaðsfræðingur. Þá hefur Gunnar Gunnarsson hagfræðingur verið ráðinn til að sinna sérverkefnum fyrir samtökin. Þau bætast við öflugan hóp starfsmanna Bændasamtakanna og vil ég bjóða þau hjartanlega velkomin til starfa. Með ráðningu þessara starfsmanna erum við að leggja grunn að endurskoðun búvörusamninga sem er á grunni núgildandi samninga með endurskoðunarákvæði á árinu 2023. Mikilvægt er fyrir okkur að huga vel að undirbúningnum fyrir komandi endurskoðun og jafnframt leggja grunn að nýjum samningi 2026. Slíkur undirbúningur er afar mikilvægur í hagsmunabaráttunni til að við náum samfellu í áherslum bænda við framtíðarstefnu um fæðuöryggi, á sama tíma og atvinnugreininni er ætlað að draga úr kolefnisspori framleiðslunnar.

Í næstu viku flytja Bændasamtökin og Bændablaðið í nýtt skrifstofuhúsnæði á 4. hæð í Borgartúni 25. Mikil vinna hefur farið fram í að verða heilt ár að undirbúa flutning samtakanna úr húsnæðinu að Hagatorgi 1, Bændahöllinni, þar sem skrifstofa samtakanna hefur verið til húsa í að verða 60 ár. Þetta hefur tekið ansi mikinn tíma af starfsfólki samtakanna enda sagan löng og yfirfullar geymslur af alls kyns dóti sem endurspegla þá löngu íveru sem samtökin hafa haft í húsnæðinu. Mikið af þessu dóti hefur fengið annað líf eða verið fundinn nýr samastaður fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar.

Dagur landbúnaðarins og Landbúnaðarsýningin

Í fyrsta skiptið verður haldinn dagur landbúnaðarins, en hann mun fara fram þann 14. október nk. á Hótel Nordica. Framtíðin verður í fyrirrúmi á þessari fyrstu ráðstefnu samtakanna þar sem sjónum verður beint að fæðuöryggi, umhverfis- og loftslagsmálum og hringrásarhagkerfinu. Er það von mín að ráðstefnan verði að árlegum viðburði hér eftir, enda snerta málefni landbúnaðarins okkur öll.

Eftir hádegi sama dag verður svo stórsýningin Íslenskur landbúnaður haldin í Laugardalshöll, en sýningin mun standa yfir dagana 14.-16. október en Bændasamtökin munu bjóða félagsmönnum sínum til sýningarinnar.
Gert er ráð fyrir yfir 100 sýnendum sem munu kynna alla þætti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu og nýja búnaðartækni þannig að báðir aðilar, bæði framleiðendur og neytendur, hafi hag af. Síðasta sýning árið 2018 sló öll aðsóknarmet og er áhuginn fyrir sýningunni í haust síst minni.

Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...

Stuðningskerfi framtíðar
Leiðari 30. maí 2024

Stuðningskerfi framtíðar

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Að fletta blaðinu
Leiðari 16. maí 2024

Að fletta blaðinu

Nýlega bárust okkur gleðifregnir um magnaða ljósmynd. Forsíðumynd Sigurðar Más H...

Sérmerktar svínavörur
Leiðari 24. apríl 2024

Sérmerktar svínavörur

Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri og ábyrgari við vöruval. Þó að verðmiði...

Orð eru til alls fyrst
Leiðari 12. apríl 2024

Orð eru til alls fyrst

Góður fjölmiðill dregur saman upplýsingar, kemur á framfæri ólíkum sjónarmiðum, ...