Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Höfundur: Ari Teitsson, fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands.

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsögninni Sannleikurinn er sagna bestur, gerir hann athugasemdir við að Norðurál telji sig nota 100% endurnýjanlega raforku við alla framleiðslu.

Ari Teitsson.

Tryggvi bendir jafnframt á að reglur upprunaábyrgðarkerfs orku banni blekkingar.

Fyrir liggur að íslenska raforkukerfið er ekki tengt samtengdu raforkukerfi Evrópuþjóða og nær öll íslensk raforka er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Því virðist augljós blekking að halda því fram að samtengt raforkukerfi Evrópuþjóða afhendi kaupendum hreina íslenska orku og einnig blekking að íslenska raforkukerfið geti afhent Norðuráli eða öðrum raforkukaupendum orku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku.

Tryggvi segir orðrétt: „Það er löngu tímabært að Landsvirkjun krefjist þess að Norðurál – það fyrirtæki sem nýtir 25% af raforku landsins – segi satt um uppruna þeirrar orku sem það nýtir í starfseminni.“

Það er þó eigi að síður augljóslega heilagur sann- leikur að Norðurál og önnur íslensk fyrirtæki nota nær eingöngu endurnýjanlega raforku í starfsemi sinni, enda ekki annarra kosta völ.

Að sá sannleikur sé sagna bestur virðist þó ekki sjálfgefið ef marka má umfjöllun Tryggva.

Skylt efni: raforka

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...