Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Höfundur: Ari Teitsson, fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands.

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsögninni Sannleikurinn er sagna bestur, gerir hann athugasemdir við að Norðurál telji sig nota 100% endurnýjanlega raforku við alla framleiðslu.

Ari Teitsson.

Tryggvi bendir jafnframt á að reglur upprunaábyrgðarkerfs orku banni blekkingar.

Fyrir liggur að íslenska raforkukerfið er ekki tengt samtengdu raforkukerfi Evrópuþjóða og nær öll íslensk raforka er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Því virðist augljós blekking að halda því fram að samtengt raforkukerfi Evrópuþjóða afhendi kaupendum hreina íslenska orku og einnig blekking að íslenska raforkukerfið geti afhent Norðuráli eða öðrum raforkukaupendum orku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku.

Tryggvi segir orðrétt: „Það er löngu tímabært að Landsvirkjun krefjist þess að Norðurál – það fyrirtæki sem nýtir 25% af raforku landsins – segi satt um uppruna þeirrar orku sem það nýtir í starfseminni.“

Það er þó eigi að síður augljóslega heilagur sann- leikur að Norðurál og önnur íslensk fyrirtæki nota nær eingöngu endurnýjanlega raforku í starfsemi sinni, enda ekki annarra kosta völ.

Að sá sannleikur sé sagna bestur virðist þó ekki sjálfgefið ef marka má umfjöllun Tryggva.

Skylt efni: raforka

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...