Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Héraðsritið Húni
Lesendarýni 5. janúar 2024

Héraðsritið Húni

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson (oldyrm@gmail.com)

Nokkur vönduð héraðsrit eru gefin út víða um landið, svo sem Breiðfirðingur, Goðasteinn í Rangárþingi, Húnavaka í Austur-Húnavatnssýslu og Húni í Vestur- Húnavatnssýslu og verður það síðastnefnda kynnt hér í stuttu máli.

Ólafur R. Dýrmundsson.

Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga gefur Húna út og er ritið fáanlegt hjá því og í verslun Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.

Skemmst er frá að segja að í nýjasta Húna sem kom út á liðnu vori er fjölbreytt efni að vanda. Á blaðsíðunum 256 er einkum þjóðlegur fróðleikur svo og greinargóðar fréttir úr sveitunum og frá Hvammstanga, eins konar annálar. Þá er minnst látinna í héraðinu. Meðal annars efnis má nefna fróðlegt yfirlit um brúarsmíði, skógrækt í Húnaþingi vestra, hrossaræktarbúið á Lækjamóti og búskap fyrir tíma svo sem um göngur á Víðidalstunguheiði haustið 1955.

Birt er athyglisverð fjölskyldusaga hjónanna Karls Friðrikssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur á Hvammstanga, sagt frá mislingafaraldri um 1960 og í grein um æviferil Signýjar Hallgrímsdóttur frá Stóru- Borg, móður Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, eru birtar vísur hennar undir ýmsum bragarháttum. Reyndar er í ritinu töluvert af öðrum kveðskap að vanda eins og algengt er í héraðsritum.

Ritnefnd Húna hefur skilað þarna góðu verki. Umbrot, leturgerð og prentvinnsla Húna er með ágætum og er ritið öllum til sóma sem að útgáfu þess standa.

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?
Lesendarýni 12. mars 2025

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?

Í þessari grein er fjallað um blöndun á eldislaxi við villtan lax sem gerist þeg...

Kýrlaus varla bjargast bær
Lesendarýni 12. mars 2025

Kýrlaus varla bjargast bær

Í síðasta Bændablaði birtu Baldur Helgi Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson ág...

Um áveitur og endurheimt mýra
Lesendarýni 11. mars 2025

Um áveitur og endurheimt mýra

Nýverið gekk ég yfir götuna á Hvanneyri og heimsótti Bjarna Guðmundsson, fyrrver...

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað
Lesendarýni 10. mars 2025

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað

Fyrsta kjördæmavika á nýju kjörtímabili er nýliðin. Við í Viðreisn ákváðum að ha...

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
Lesendarýni 28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Í fyrri grein undirritaðs í blaðinu frá 19. des. sl. „Loftslagsmál og orka“ er f...