Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nútímavæðum vélasölu
Mynd / HKr.
Lesendarýni 30. október 2020

Nútímavæðum vélasölu

Höfundur: Bændadeild II Landbúnaðarháskóla Íslands

Hvaða leið er best að fara þegar fjárfesta á í nýju eða notuðu landbúnaðartæki? Í dag þegar fólk kaupir sér bíl eða tölvu fer það beinustu leið inn á heimasíður söluaðila og sér þar allt vöruúrval og verð. Þegar kemur að landbúnaðartækjum er sagan önnur. 

Einhvern veginn hefur markaður á landbúnaðartækjum dregist aftur úr og ekki þurft að standa undir sömu kröfum og álíkar síður. Heimasíður þessar veita takmarkaðar upplýsingar og oftar en ekki leiða þær notandann inn á erlendar umboðssíður. Til þess að fá einhverjar upplýsingar þarf yfirleitt að hringja í umboðin. Viljum við ekki geta valið þau tæki sem við viljum kaupa áður en söluferlið hefst við sölumann? Sölumaðurinn hefur eigin hagsmuna að gæta og reynir ef til vill að hvetja til kaupa á dýrustu tækjunum. Neytandinn ætti að geta gert upp hug sinn á auðskiljanlegri heimasíðu sem hefur allar upplýsingar tilbúnar, frekar en í símtali við sölumann. 

Framtíðarsýnin er sú að notandi ætti að geta unnið sína forvinnu heima á vandaðri heimasíðu, borið saman verð í íslenskum krónum, tæknilegar upplýsingar tækja og hvort þau henti hans þörfum og þannig sparað tíma fyrir bæði sig og sölumanninn.

Við erum algjörlega viss um það að með betri framsetningu upplýsinga munu bæði sölumenn og neytendur hagnast þar sem neytendur geta gert upplýstari kaup og sölumenn geta betur komið á framfæri vöruúrvali sínu.

Með þessu áframhaldi gætu íslenskir bændur farið að horfa framhjá íslenskum söluaðilum og farið beint í erlenda söluaðila. Er þetta framtíðin sem við viljum sjá? Nei, við viljum geta verslað við íslenska söluaðila sem veita okkur örugga og ábyrga þjónustu. 

Bændadeild II 

Landbúnaðarháskóla Íslands

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...