Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Höfundur: Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á miðunum.

Eyjólfur Ármannsson.

Útlit er fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Um 700 bátar eru gerðir út á strandveiðar. Strandveiðar hleypa lífi í sjávarbyggðir og veita fjölbreyttum hópi strandveiðimanna tækifæri til handfæraveiða og atvinnufrelsi til að stunda þá vinnu sem þeir kjósa.

Baráttan fyrir frjálsum handfæraveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jafnræði og atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Þetta er barátta fyrir búseturétti í sjávarbyggðum landsins, sem byggist á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi og nálægð við sjávarauðlindir.Handfæraveiðar smábáta búa við náttúrulegar takmarkanir veðurs og sjólags, auka takmörkunar á veiðidögum, lengdar veiðiferðar og magns í veiðiferð.

Veiðarnar eru ekki ólympískar, takmarkanir sjá til þess.

Takmörkun stjórnvalda á atvinnufrelsi verður að byggja á almannahagsmunum. Verndun fiskistofna þarf að ná til veiðarfæra sem ógna fiskistofnum, ekki þeirra sem ekki ógna þeim. Handfæraveiðar á bát með fjórum krókum á fjórum rúllum ógna ekki fiskistofnum. Takmörkun handfæraveiða með 10.000 tonna þorskafla er skerðing á atvinnufrelsi sem gengur lengra en nauðsyn krefur. Almannahagsmunir skortir því handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum, því takmörkun á krókaveiði í skjóli verndunar fiskistofna réttlætir ekki takmörkun á atvinnufrelsi. Fiskistofnum stendur ekki ógn af krókaveiðum.

Sjávarbyggðirnar byggja tilvist sína á fiskveiðum og nálægð við fiskimið og auðlindir hafsins. Þetta er barátta fyrir rétti íbúa sjávarbyggða, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum, til sjálfsbjargar og fyrir jöfnum búseturétti. Frjálsar handfæraveiðar og efling strandveiða virða
þennan rétt.

Skylt efni: strandveiði

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn
Lesendarýni 12. júní 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn

Í Bændablaðinu miðvikudaginn 24.4. 2024 er viðtal við Jón Kristinsson umhverfisa...

Framtíð veiða með botnvörpu?
Lesendarýni 11. júní 2024

Framtíð veiða með botnvörpu?

Fyrir nokkrum vikum birtist í National Geographic grein sem byggir á viðamikilli...