Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Höfundur: Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á miðunum.

Eyjólfur Ármannsson.

Útlit er fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Um 700 bátar eru gerðir út á strandveiðar. Strandveiðar hleypa lífi í sjávarbyggðir og veita fjölbreyttum hópi strandveiðimanna tækifæri til handfæraveiða og atvinnufrelsi til að stunda þá vinnu sem þeir kjósa.

Baráttan fyrir frjálsum handfæraveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jafnræði og atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Þetta er barátta fyrir búseturétti í sjávarbyggðum landsins, sem byggist á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi og nálægð við sjávarauðlindir.Handfæraveiðar smábáta búa við náttúrulegar takmarkanir veðurs og sjólags, auka takmörkunar á veiðidögum, lengdar veiðiferðar og magns í veiðiferð.

Veiðarnar eru ekki ólympískar, takmarkanir sjá til þess.

Takmörkun stjórnvalda á atvinnufrelsi verður að byggja á almannahagsmunum. Verndun fiskistofna þarf að ná til veiðarfæra sem ógna fiskistofnum, ekki þeirra sem ekki ógna þeim. Handfæraveiðar á bát með fjórum krókum á fjórum rúllum ógna ekki fiskistofnum. Takmörkun handfæraveiða með 10.000 tonna þorskafla er skerðing á atvinnufrelsi sem gengur lengra en nauðsyn krefur. Almannahagsmunir skortir því handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum, því takmörkun á krókaveiði í skjóli verndunar fiskistofna réttlætir ekki takmörkun á atvinnufrelsi. Fiskistofnum stendur ekki ógn af krókaveiðum.

Sjávarbyggðirnar byggja tilvist sína á fiskveiðum og nálægð við fiskimið og auðlindir hafsins. Þetta er barátta fyrir rétti íbúa sjávarbyggða, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum, til sjálfsbjargar og fyrir jöfnum búseturétti. Frjálsar handfæraveiðar og efling strandveiða virða
þennan rétt.

Skylt efni: strandveiði

Strengdir þú nýársheit?
Lesendarýni 10. janúar 2025

Strengdir þú nýársheit?

Samkvæmt 4.000 ára gamalli hefð sem hófst í Babýlóníu, tíðkast í dag víða um hei...

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám
Lesendarýni 8. janúar 2025

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám

Síðastliðinn vetur vann Arev álitsgerð fyrir Landssamband veiðifélaga um gildand...

Loftslagsmál og orka
Lesendarýni 7. janúar 2025

Loftslagsmál og orka

Í Bændablaðinu þ. 7. nóvember er fjallað um áform um uppbyggingu vindmyllugarðs ...

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst
Lesendarýni 3. janúar 2025

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst

Nú er að hefjast málsmeðferð á þjóðlendukröfum ríkisins í eyjar og sker. Þegar k...

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...