Mikill breytileiki í litum og litamynstrum
Árið 2020 voru 78,4% fjár skráð hvít. Svart var algengast af dökkum litum, eða 12,7%, en mórautt aðeins 4,2%. Gráar kindur voru 4,4% en grámórauðar einungis 0,3%. Litamynstur koma fyrir á grunni dökkra lita og var tvílitt algengast af litamynstrum, eða 5,8% af heildarfjölda 2020.