Vegur tæp 13 þúsund tonn og skóflar upp 240.000 tonnum á dag
Stærsta farartæki á landi er án efa námugrafan Bagger 288, sem smíðuð var af þýska fyrirtækinu Krupp sem síðar fékk nafnið Thyssen & Krupp og varð svo að Thyssenkrupp AG árið 1999. Var tækið smíðað fyrir námufyrirtækið Rheinbraun til að moka ofan af kolalagi í Tagebau Hambach kolanámunni í Þýskalandi.