Aðbúnaður á gyltubúum breyst mjög til batnaðar
Í apríl og maí á þessu ári stóð Matvælastofnun fyrir eftirlitsverkefni sem fólst í því að farið var inn á öll 14 svínabú landsins sem halda gyltur til að meta hvort farið væri að lögum og reglum um velferð dýra. Í niðurstöðum skýrslu sem gefin var út í kjölfarið segir að breytingar hafi orðið til batnaðar á flestum sviðum.