Felublóm, hnattsigling og frúin kæna
Á hádegi hinn 15. nóvember 1766 lögðu tvö frönsk skip upp í leiðangur frá höfninni í Nantes í Frakklandi, freigátan La Boudeuse og birgðaskipið Étoile. Um borð voru 330 óbreyttir sjóliðar og um fjörutíu yfirmenn, skipslæknar og náttúrufræðingar af ýmsu tagi.