Geitakál – leitt og ljúft
Oft fæ ég fyrirspurnir frá garðeigendum vegna „skriðullar og lágvaxinnar hvannar“ sem veður út um allt með neðanjarðarrenglum og ekki virðist nokkur vegur vera til að losna við. Uppstunga beða, sigtun á mold, stöðugur sláttur eða jafnvel „illgresiseitur“ virðist ekki vinna á þessari jurt.