Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Gert er ráð fyrir að um leið fylgi verðhækkanir á íslensku grænmeti og öðrum afurðum garðyrkjubænda.
Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Gert er ráð fyrir að um leið fylgi verðhækkanir á íslensku grænmeti og öðrum afurðum garðyrkjubænda.
Verulegar verðhækkanir á ýmsum aðföngum undanfarna mánuði hefur sett búskap í landinu í uppnám og æ erfiðara reynist fyrir bændur að ná endum saman.
Enn á ný eru Íslendingar minntir á afleiðingar þess að innleiða hér erlent regluverk í orku- og markaðsmálum af einskærri þrælslund og ótta við að efnahagsrisinn í suðri refsi okkur grimmilega ef við gerum ekki allt eins og hann segir.
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021, og fjármálaáætlun 2021–2025, koma fram áform ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til jöfnunar dreifikostnaðar raforku, flýtingu á jarðstrengjavæðingu og þrífösun dreifikerfis raforku og úrbóta á varaafli.
Orkuauðlindir landsins eru í eigu landeigenda. Ríkið er stærsti eigandi en þar á eftir koma sveitarfélög og aðrir landeigendur svo sem bændur. Flutningskerfi raforku eru í sameign þjóðar en landsmenn sitja ekki við sama borð er kemur að flutningi á raforkunni til síns heima, það fer nefnilega eftir því hvar þeir búa.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti ályktun á fundi sínum 9. maí um að beina því til ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar að raforkuverð í dreifbýli og þéttbýli verði jafnað.