Eldsneyti framtíðarinnar – íslenskar orkujurtir
Framleiðsla jarðefnaeldsneytis mun innan nokkurra áratuga dragast verulega saman. Í þeirri staðreynd felst sú áskorun að framleiða nýja orkugjafa hér á landi sem eru bæði endurnýjanlegir og umhverfisvænir. Rannsóknir sýna að bíódísill úr repjuolíu geti komið í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti.