Nærtæk sóknarfæri með ung- og alikálfa
Á ráðunautafundi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum fór Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá RML, yfir stöðu og horfur í íslenskri nautakjötsframleiðslu og um möguleg sóknarfæri í greininni.