Lambfé hýst í vorhúsum á Norðausturlandi
Í Þistilfirði og á Langanesi eru fjölmörg vorhús sem notuð eru til að hýsa lambfé í beitarhólfum. Fyrstu húsin voru reist laust fyrir aldamót eftir nokkur köld vor. Algengt er að bændur á svæðinu séu með tvö og allt upp í fjögur slík hús á jörðum sínum.