Fæðuöryggi - #1 - Sagan
Fæðuöryggi er til staðar þegar allir menn, á öllum tímum, hafa raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þeirra til að lifa virku og heilsusamlegu lífi. Þetta er skilgreining Matvæla- og landbúnaðarstofnunnar Sameinuðu þjóðanna (FAO) frá árinu 1996 og segir allt sem segja þarf þegar spurt er: Hvað er fæðuöryggi?
Þetta orð og hvað það felur í sér, hefur verið þáttastjórnandanum, Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, hugleikið um nokkurt skeið. Ætlun hennar er að gera fæðuöryggi skil í nokkrum þáttum.
Í fyrsta þætti fjallar Guðrún um sögu fæðuöryggis í íslenskum fjölmiðlum. Aðalviðmælandi hennar er dr. Björn S. Stefánsson sem var afkastamikill í skrifum um málefnið á níunda áratug síðustu aldar, þegar umræðan um fæðuöryggi var lítil sem engin. Hann segist í raun hafa fengið fæðuöryggi á heilann og varpar ljósi á tíðarandann þá og sitt persónulega fæðuöryggi í dag. Einnig skýtur dr. Ólafur Dýrmundsson inn dæmisögu.
Fæðuöryggi er framleitt af Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins, og má finna hér á vef blaðsins sem og á öllum helstu streymisveitum. Guðrún Hulda Pálsdóttir er höfundur þáttanna og þáttastjórnandi. Vilmundur Hansen leikles. Tónlistin er gerð af Notedrops.
Fleiri þættir
Fæðuöryggi #6 Korn – Hrannar Smári
Möguleikarnir á meiri kornrækt á Íslandi eru umtalsverðir, en enn sem komið ræktun við bara brot af...
Fæðuöryggi #5 Heimaræktun og sjálfbærni - Dagný og Sigurður á Skyggnissteini
Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson eru viðmælendur Guðrúnar Huldu í þessum þætti um Fæðuöryggi...
Fæðuöryggi - #4 – Staða fæðuöryggis í dag – Jóhannes Sveinbjörnsson
Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi á Heiðarbæ við Þingvallavatn...
Fæðuöryggi - #3 – Matvælastefna Íslands – Vala Pálsdóttir
Út er kominn Matvælastefna, fyrsta sinnar tegundar fyrir Ísland. Þetta er stórt og viðamikið plagg s...
Fæðuöryggi - #2 – Hinar ýmsu hliðar fæðuöryggis - Kári Gautason
Vopnfirðingurinn Kári Gautason, búfjárerfðafræðingur og framkvæmdarstjóri þingflokks Vinstri grænna...