Fæðuöryggi #5 Heimaræktun og sjálfbærni - Dagný og Sigurður á Skyggnissteini
Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson eru viðmælendur Guðrúnar Huldu í þessum þætti um Fæðuöryggi. Efni þáttarins snýr að fæðuöryggi einstaklingsins og heimilisins. Í viðtali við Bændablaðið árið 2017 fjalla þau um vegferð sína að því líferni sem þau hafa tileinkað sér, sem snýst meðal annars um um að safna, rækta og vinna úr matvælum úr landskika sínum, Skyggnissteini í Bláskógabyggð.
Viðtal við hjónin á Skyggnissteini: https://www.bbl.is/frettir/aetigardur-i-uppsveitunum
Þau hafa einnig verið að deila þekkingu sinni á ýmsan hátt, m.a. með því að útbúa æt listaverk í almannarými borgarinnar. Dagný mun vera með leiðsögn um eitt af þeim verkum nk. sunnudag, 27.júní kl. 13.
Í þessu spjalli förum við um víðan völl í umræðu um fæðuöryggi einstaklings og heimilisins, ræðum m.a. um hraukbeð, vistrækt, fullnýtingu afurða, möguleika og raunsæi heimaræktunar í nútímasamfélagi.
Viðburðurinn "Eitthvað til að bíta í": https://www.facebook.com/events/197954545564812
Fleiri þættir
Fæðuöryggi #6 Korn – Hrannar Smári
Möguleikarnir á meiri kornrækt á Íslandi eru umtalsverðir, en enn sem komið ræktun við bara brot af...
Fæðuöryggi - #4 – Staða fæðuöryggis í dag – Jóhannes Sveinbjörnsson
Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi á Heiðarbæ við Þingvallavatn...
Fæðuöryggi - #3 – Matvælastefna Íslands – Vala Pálsdóttir
Út er kominn Matvælastefna, fyrsta sinnar tegundar fyrir Ísland. Þetta er stórt og viðamikið plagg s...
Fæðuöryggi - #2 – Hinar ýmsu hliðar fæðuöryggis - Kári Gautason
Vopnfirðingurinn Kári Gautason, búfjárerfðafræðingur og framkvæmdarstjóri þingflokks Vinstri grænna...
Fæðuöryggi - #1 - Sagan
Fæðuöryggi er til staðar þegar allir menn, á öllum tímum, hafa raunverulegan og efnahagslegan aðgang...