Hlaðvarp Havarí – #5 – Anna María Björnsdóttir – danska leiðin
Hvergi í heiminum er hlutfall lífrænna afurða hærra í stórvöruverslunum og í Danmörku. Þetta er engin tilviljun heldur liggur að baki 30 ára markviss vinna í þessa átt, vinna sem hefði ekki skilað jafngóðum árangri ef stjórnvöld hefðu ekki markað sér stefnu í þessum efnum, fyrst allra þjóða. Danmörk var líka fyrsta landið í heiminum til að setja sér stefnu um að opinber mötuneyti ættu að nota 60% lífrænar afurðir. Vegna þessa er Danmörk orðin þekkt og virt matvælaþjóð, þekkt fyrir hágæða mat sem seldur er um heim allan. Fleira spilaði inn í til að þessi lífræna bylting næði fótfesti og má þá einnig nefna fræðslu um ágæti lífrænnar framleiðslu. Útflutningur hefur aldrei verið meiri og sama má segja um innlenda eftirspurn. Þetta þrýstir svo á bændur sem æ fleiri skipta um kúrs.
Berglind Häsler er umsjónarmaður hlaðvarps Havarí – samtal um lífræna framleiðslu. Þættirnir eru unnir í samstarfi við VOR, félag lífrænna framleiðanda og Bændablaðið. Þátturinn að þessu sinni er helgaður ,,dönsku leiðinni,“ svokölluðu en það er sú leið sem Danir hafa farið í viðleitni sinni til að auka og efla lífræna framleiðslu og er sú leið leidd af samtökunum Lífræn Danmörk. En þess má geta að nú hefur átaksverkefni verið hrundið af stað hér á landi undir heitinu Lífrænt Ísland. Verkefnið er stutt af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu auk Bændasamtaka Íslands og það er VOR sem leiðir verkefnið. Í þessum 5. þætti um lífræna framleiðslu talar Berglind við Önnu Maríu Björnsdóttur. Anna María bjó í Danmörku í 10 ár og er mikil áhugakona um lífræna framleiðslu. Frá því í vetur hefur Anna María unnið að heimildamynd um lífræna framleiðslu á Íslandi og nú í sumar þvælst um landið og spjallað við framleiðendur.
Fleiri þættir
Lífrænt Ísland - #1 - Dominique Plédel Jónsson - Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi
Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakana á Norðurlöndunum og fyrrverandi formaður Slow...
Hlaðvarp Havarí – #6 – Ísland stefnulaust í lífrænni framleiðslu
Ísland stendur norrænum þjóðum mun aftar þegar kemur að lífrænni framleiðslu og hefur ekki sett sér...
Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #4 – Sólveig Eiríksdóttir (Solla)
Sólveig Eiríksdóttir, sem kölluð er Solla, hefur í áratugi talað fyrir lífrænni ræktun og lífrænum a...
Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #3 – Karen Jónsdóttir (Kaja)
Þriðji viðmælandi Berglindar Häsler er Karen Jónsdóttir sem á og rekur Kaja Organic á Akranesi. Kare...
Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #2 – Kristján Oddsson
Kristján Oddsson, bóndi að Neðra Hálsi í Kjós, er viðmælandi Berglindar Häsler í öðrum þætti af Hl...