Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #2 – Kristján Oddsson
Kristján Oddsson, bóndi að Neðra Hálsi í Kjós, er viðmælandi Berglindar Häsler í öðrum þætti af Hlaðvarpi Havarí á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.
Kristján er frumkvöðull í lífrænni ræktun á Íslandi og einn eiganda fyrirtækisins Bióbú sem sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum. Kristján og kona hans, Dóra Ruf, stofnuðu fyrirtækið árið 2003.
Í þættinum segir Kristján lífræna ræktun geti skipað stóran sess í baráttunni við loftlagsvána. Vandinn hér á landi sé hins vegar sá að enn sé glímt við ákveðna fordóma í garð lífrænnar ræktunar og að skortur á sveigjanleika hjá eftirlitsaðilum og í regluverkinu sjálfu fæli bændur frá eða verði til þess að þeir missi móðinn. Að mati Kristjáns er mikilvægt að líta á lífræna ræktun sem þróunarverkefni, sér í lagi á meðan hún er að festa sig í sessi.
Hlaðvarp Havarí - samtal um lífræna ræktun og framleiðslu er unnið í samvinnu við VOR hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða.
Fleiri þættir
Lífrænt Ísland - #1 - Dominique Plédel Jónsson - Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi
Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakana á Norðurlöndunum og fyrrverandi formaður Slow...
Hlaðvarp Havarí – #6 – Ísland stefnulaust í lífrænni framleiðslu
Ísland stendur norrænum þjóðum mun aftar þegar kemur að lífrænni framleiðslu og hefur ekki sett sér...
Hlaðvarp Havarí – #5 – Anna María Björnsdóttir – danska leiðin
Hvergi í heiminum er hlutfall lífrænna afurða hærra í stórvöruverslunum og í Danmörku. Þetta er engi...
Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #4 – Sólveig Eiríksdóttir (Solla)
Sólveig Eiríksdóttir, sem kölluð er Solla, hefur í áratugi talað fyrir lífrænni ræktun og lífrænum a...
Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #3 – Karen Jónsdóttir (Kaja)
Þriðji viðmælandi Berglindar Häsler er Karen Jónsdóttir sem á og rekur Kaja Organic á Akranesi. Kare...