Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Jólasveinabridds fyrir austan.
Jólasveinabridds fyrir austan.
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu briddsarar minna nokkuð á jólasveinana þegar þeir tóku stórar ákvarðanir við keppnisborðið. Ekki síst átti það við um Austfirðinga sem létu húmorinn ekki vanta eins og sjá má á myndinni.

Efstu pör á Austurlandsmótinu í tvímenningi urðu Ragnar Logi Björnsson og Þorsteinn Sigjónsson sem unnu gullið. Silfrið hlutu Kári Borgar Ásgrímsson og Sigurjón Stefánsson. Bronsið fengu Eyþór Stefánsson og Þorbergur Hauksson eftir harða baráttu.

Átján pör tóku þátt sem þykir góð þátttaka. Briddslífið er á uppleið fyrir austan eins og ansi víða.

„Það vill nú þannig til að janúar er mánuður briddsins, nú er einna mest að gera.“

Þetta segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands.

Í mörg horn verður að líta fyrir briddsara næstu vikur. Ber hæst ofurmót þar sem margar erlendar stórkempur í íþróttinni koma til landsins og taka slaginn á sérstöku móti í Hörpu.

Að loknu því móti hefst veislan mikla, sjálf Briddshátíð. Er það fjögurra daga keppni þar sem fyrst er barist í tvímenningi en svo sveitakeppni. Mótið er hið langfjölmennasta sem fram fer árlega hér á landi.

The Reykjavik Rapyd Bridge Festival 2025 eins og mótið mun heita þetta árið, hefst 30. janúar og lýkur því 2. febrúar.

Frá Hörpu, keppnisvettvangi briddsara á Bridgehátíð.

Skylt efni: bridds

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...