Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Þau Svala Kristín Pálsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen urðu
Íslandsmeistarar í paratvímenningi í bridds. Mótið fór fram í
Briddsheimilinu, Síðumúla og fór vel fram. Þátttaka var góð
og er til marks um að briddsíþróttin er í bullandi uppgangi.
Þau Svala Kristín Pálsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen urðu Íslandsmeistarar í paratvímenningi í bridds. Mótið fór fram í Briddsheimilinu, Síðumúla og fór vel fram. Þátttaka var góð og er til marks um að briddsíþróttin er í bullandi uppgangi.
Líf og starf 3. mars 2025

Svala og Alli Íslandsmeistarar

Höfundur: jörn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Í spili vikunnar sem kom upp á Masters-ofurmótinu í Hörpu í lok janúar skrifaði aðeins eitt par 420 í sinn dálk. 6 impar inn.

Stefán Stefánsson.

Við skulum líta á handbragð Stefáns Stefánssonar í síðasta spili annarrar umferðar á WBT-mótinu. 

Opnun Helga Sigurðssonar læknis og Stefáns á tveimur hjörtum lofar báðum hálitum en aðeins átta spilum ef ég skil sagnvenju þeirra rétt.

Stefán hefur aftur á móti aldrei verið smeykur við að glíma við krefjandi spil og lét vaða í geimið.

Suður spilaði út laufi. Virtist áhorfendum í fyrstu sem Stefán myndi óhjákvæmilega fara niður á hetjulegum samningum. En hann fann krók á móti bragði.

Stefán drap og spilaði jafnharðan laufi um hæl. Í þriðja slag hélt suður áfram laufsókninni. Spilið var sýnt á BBO og þeir áhorfendur héldu að Stefán myndi reyna að trompa í blindum sáu að spilið færi niður vegna yfirtrompunar. Leiðindalega. Eða hvað?

Stefán trompaði ekki heldur henti tígli tvisvar þegar hálaufi var spilað. Norður vissi ekkert hvað ætti að aðhafast þegar fjórða laufinu var spilað. Með trompsvinningum og töfrabörgðum spilaði spilið sig nánast sjálft eftir þetta.

Skylt efni: bridds

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 15. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f