Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
8% lækkun á áburðarverði hjá Fóðurblöndunni milli ára
Fréttir 21. janúar 2016

8% lækkun á áburðarverði hjá Fóðurblöndunni milli ára

Verðskrá Fóðurblöndunnar/Áburðarverksmiðjunnar er komin út. Verðskráin gildir til 31. janúar 2016 og er háð breytingum á gengi. Eins og áður eru í boði hagstæðir greiðslusamningar. Þá eru í boði 8% staðgreiðsluafsláttur. Áburðarverðskráin lækkar um 8% milli ára sem skýrist meðal annars á breytingum á gengi og hagstæðari samningum milli ára.

Í fréttatilkynningu frá Fóðurblöndunni segir að Fóðurblandan bjóði upp á fjölbreytt úrval af áburðartegundum sem hannaðar voru með íslenskar aðstæður í huga. Fyrirtækið býður upp á bæði einkorna og fjölkorna áburð, fimm einkorna tegundir og átta fjölkorna tegundir.

Áburður fyrir íslenskar aðstæður
Vöruskrá Fóðurblöndunnar byggir á formúlum Áburðarverksmiðjunnar. Áburðarformúlurnar voru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi. Efnainnihald áburðarins byggir á rannsóknum sem gerðar voru á íslenskum jarðvegi og mælingum heysýna. Þegar Áburðarverksmiðjan hóf að framleiða NPK áburðartegundir voru sérfræðingar hér á landi fengnir sem ráðgjafar til að hanna áburð sem hentaði okkar aðstæðum. Sérfræðingar í jarðrækt og áburðarfræðum hér á landi komu að gerð þeirra áburðategunda sem fyrirtækið býður uppá.

Einkenni NPK tegunda  Áburðarverksmiðjunnar eru hátt gildi fosfórs og tiltölulega lágt gildi á kalí. Einkenni fjölkorna tegunda fyrirtækisins er hár vatnsleysanleiki. Hár vatnsleysanleiki er sérstaklega mikilvægur í köldu loftslagi og þar sem vaxtartíminn er stuttur. Hér á landi er búið við kalt loftslag og stuttan vaxtartími.

Hagstæðir flutningur í boði
Boðið er upp á flutningstilboð, 600 kr/sekk til þeirra sem panta fyrir 31. janúar næstkomandi. Flutningstilboðið er þó háð því að pantaðir séu 10 sekkir eða meira.

Fóðurblandan hvetur viðskiptavini sína til þess að ganga frá pöntunum sem fyrst, með því að hafa samband við skrifstofu fyrirtækisins í síma 570-9800 eða einhvern af sölumönnum þess eða söluaðilum. Verðskrá er að finna á www.fodur.is
 

Skylt efni: áburður | Fóðurblandan

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...