Áburður lækkar
Búvís ehf. á Akureyri hefur tilkynnt að meðaltali 15% lækkun á áburði og fyrir einstakar tegundir allt að 19% verðlækkun.
Eftir hækkanir undanfarinna ára á áburði til bænda hefur þeirri þróun verið snúið við.
Lækkunin er tilkomin vegna verðlækkana á heimsmarkaðsverði. Gengi Bandaríkjadollara er svipað og á sama tíma og í fyrra, en hráefnin eru keypt í þeirri mynt.
Gangi lækkunin eftir hjá öllum innflytjendum áburðar á Íslandi mun hún spara bændum allt að 500 milljónum króna við áburðarkaup sé miðað er við 45.000 tonna innflutning á árinu 2016.