Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Daníel Hansen er forstöðumaður fræðasetursins.
Daníel Hansen er forstöðumaður fræðasetursins.
Mynd / smh
Fréttir 16. september 2020

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Höfundur: smh

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í sumar. Að sögn Daníels Hansen forstöðumanns eru gestir nánast allir Íslendingar.

Hann segir að þegar COVID-fárinu léttir muni sjónum einnig í meira mæli verða beint að erlendum ferðamönnum í markaðssetningu á þessu einstaka fjárkyni. Í litlu sýningarrými inn af móttökurými setursins hefur listsýning verið í gangi í sumar, þar sem Gunnar Karlsson sýnir leirhrúta, og eru þeir til sölu. „Næsta sumar verður Pétur Magnús­son með sýningu á ljósmyndum af forystufé. Pétur býr bæði í Reykjavík og á Raufarhöfn. Gaman er að geta þess að þetta gallerí er bókað til ársins 2032,“ segir Daníel.

Uppstoppaðir hausar prýða vegg í aðalrými sýningarsalarins.

Þrennir tónleikar haldnir í sumar

„Í sumar hafa verið haldnir þrennir tónleikar þar sem listafólk í heimabyggð hefur spilað og sungið. Áætlað var að hafa þrenna tónleika í ágúst en þeim verður frestað vegna ástandsins í landinu,“ bætir hann við.

Pylsur, kerti og ullarband

Alls kyns varningur er jafnan á boðstólum í fræðasetrinu, allt sem er unnið úr afurðum forystufjár eða tengt forystufé á einhvern hátt; kerti, pylsur, horn og svo ullarband af forystufé, sem Daníel segir að sé mýkra en annað band og það sé mjög vinsælt.

„Ef þú klæðist fatnaði úr ull af forystu­fé þá ratar þú alltaf heim“, stendur hér fyrir ofan varninginn í versluninni.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...