Saga af forystusauðnum Meistara
Árið 2013 fæddust hér á Grindum í Deildardal tvö hrútlömb af forystukyni, voru þeir vorgeltir og hugmyndin að eiga og setja á forystusauð.
Árið 2013 fæddust hér á Grindum í Deildardal tvö hrútlömb af forystukyni, voru þeir vorgeltir og hugmyndin að eiga og setja á forystusauð.
Sunnudaginn 17. mars hefur verið boðað til fræðslu- og skemmtiferðar um forystufé þar sem áhugafólk um féð kemur saman til að spjalla saman um forystuheiminn í sauðfjárrækt, auk þess sem nokkur bú verða heimsótt.
Í lok síðasta árs var að mestu lokið við forritun á forystufjárhluta Fjárvís þar sem lokið var við útreikninga á forystufjárhlutfalli, yfirlit yfir forystufé búsins, möguleiki á skráningu á dómum á forystufé og mati bónda á forystuhæfni og yfirlitssíða í gripaupplýsingum forystufjár.
Matvælasjóður úthlutaði Fræðasetri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í Þistilfirði, styrk að upphæð 3.000.000 kr. til að markaðssetja og þróa gæða kjötafurðir af forystufé.
Íslenska forystuféð er einstök erfðaauðlind. Hliðstæðu þess er hvergi að finna í heiminum. Á okkur hvílir því veruleg ábyrgð gagnvart öllum um varðveislu þess. Ræktendur fjárins hafa staðið vel að varðveislu þess þannig að hún er lýsandi dæmi um það sem best hefur verið gert í heiminum í hliðstæðum málum.
Olga Marta Einarsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Einarsstöðum í Reykjadal, á sér einn uppáhaldshrút í fjárhúsinu en það er mjög fallega hyrndur forystuhrútur, sem Olga segir ofurfallegan.
Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í sumar. Að sögn Daníels Hansen forstöðumanns eru gestir nánast allir Íslendingar.
Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þessum árstíma.
Gulla á Gróustöðum, eins og hún er alltaf kölluð, er mögnuð kona sem elskar að heyra sögur og umgangast forystufé. Hún stofnaði nýlega síðu á Facebook sem heitir „Forystufé“, sem hefur slegið í gegn því þar eru meðlimirnir orðnir tæplega 500 talsins.
Sá óvenjulegi heimsatburður átti sér stað í flugskýli flugfélagsins Ernis sunnudaginn 11. nóvember, að þar var tekið á móti norðlenskri forystukind sem kom fljúgandi frá Húsavík og henni gefið nafn með viðhöfn.
Nýlega var afhjúpað myndverk á pallinum við Fræðasetur um forystufé. Hönnuður verksins er Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir, fædd 1999. Mjöll hefur unnið að ýmsu útgefnu efni og fyrir utan þennan skúlptúr þá má nefna 20 ára afmælismerki Dalvíkurbyggðar árið 2018.
Bókin Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp er nú komin út í endurbættri og aukinni útgáfu en þetta hálfsjötuga rit er löngu orðið að leiðarsteini í íslenskri búfjárrækt.