Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Forystuhrúturinn Frakki 20-895 frá Holti.
Forystuhrúturinn Frakki 20-895 frá Holti.
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Á faglegum nótum 22. desember 2023

Utanumhald um forystufé í Fjárvís

Höfundur: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri Þróunar og verkefnastofu hjá RML.

Í lok síðasta árs var að mestu lokið við forritun á forystufjárhluta Fjárvís þar sem lokið var við útreikninga á forystufjárhlutfalli, yfirlit yfir forystufé búsins, möguleiki á skráningu á dómum á forystufé og mati bónda á forystuhæfni og yfirlitssíða í gripaupplýsingum forystufjár.

Auk þessa er hægt að taka út yfirlit yfir allt lifandi forystufé á landinu, staðsetningu þess og forystu- fjárhlutfall fyrir þá sem þurfa að vinna með slíkt.

Sjálfkrafa útreikningar á forystufjárhlutfalli í Fjárvís er lykillinn að því að halda utan um forystufjárstofninn til framtíðar. Til að hægt sé að reikna út forystufjárhlutfall gripa á réttan hátt þurfa upplýsingar um ætterni gripsins að vera réttar og að ekki séu göt í ættartré gripsins og að forfeður séu skráðir með rétt forystufjárhlutfall.

Þar sem hingað til hefur ekki verið haldið með reglubundnum hætti utan um forystufé í gegnum skýrsluhaldið eru þau gögn sem voru inni í Fjárvís þegar útreikningarnir voru virkjaðir ekki nægjanlega góð til að hægt væri að reikna rétt forystufjárhlutfall á alla gripi í kerfinu. Ástæðan er fyrst og fremst eins og áður var nefnt, göt í ætternisfærslum þessara gripa eða að hluti af forfeðrum gripsins hafa ekki verið skilgreindir sem forystufé í skýrsluhaldinu.

Með því að uppfæra skráningar á gripum sem hafa verið mikilvægir í ræktun forystufjárins í gegnum tíðina s.s. þeim forystufjárhrútum sem verið hafa í notkun á sæðingastöðvunum teljum við þó að náðst hafi utan um megnið af því forystufé sem er lifandi í dag og þar með að finna flest þau bú sem halda forystufé. Þar með er björninn þó ekki unninn því af ofangreindum ástæðum er reiknað forystufjárhlutfall þessara gripa ekki alltaf rétt og til þess að hægt sé nýta Fjárvís sem tæki til utanumhalds um íslenska forystufjárstofninn er mikilvægt að við náum að leiðrétta og uppfæra sem flesta lifandi gripi í kerfinu því það eru jú þeir sem munu leggja grunninn að næstu kynslóðum forystufjár.

Þegar talað eru um forystufjárhlutfall erum við að tala um hversu stórt hlutfall af erfðavísum gripsins komi úr forystufjárstofninum. Þetta mat byggjum við á  upplýsingum um forfeður gripsins. Lamb þar sem báðir foreldrar eru skilgreindir sem hreinræktað forystufé myndi þá reiknast með 100% forystufjárhlutfall en lamb þar sem annað foreldri er hreinræktað forystufé en hitt ekki, reiknast þá aðeins með 50% forystufjárhlutfall. Réttar ætternisfærslur og skráningar eru því lykilatriði í að ná að halda utan um forystufjárstofninn. Gripur sem er undan hreinræktaðri forystuá en hefur ekki skráðan föður reiknast því eingöngu með 50% forystufjárhlutfall, þar sem við getum gengið að því vísu að allir gripir eigi tvo foreldra en við getum ekki gengið að því vísu að báðir séu forystufé ef upplýsingar vantar.

Það er því mikilvægt fyrir eigendur forystufjár að yfirfara sína gripi inn í Fjárvís þannig að hægt sé að leiðrétta og uppfæra skráningar þannig að þeir fái rétt forystufjárhlutfall. Yfirlit yfir forystufé búsins er hægt að sjá í skýrslunni „Forystufé“ sem finna má undir valmyndinni „Yfirlit“. Þar sést einnig hvert forystufjárhlutfall gripsins er í kerfinu. Mikilvægt er að láta vita af þeim gripum sem ekki hafa rétt forystufjárhlutfall eða ef einhverjir gripir koma alls ekki fram í yfirlitinu. Einnig er mjög mikilvægt að þeir sem af einhverjum ástæðum hafa valið að halda sínu forystufé utan skýrsluhaldsins láti skrá það inn í Fjárvís þannig að það komi inn í skrásetningu á forystufjárstofninum.

Nú stendur yfir sérstakt átaksverkefni í að ná utan um forystufjárstofninn í landinu. Markmiðið er fyrst og fremst að ná vel utan um það forystufé sem er lifandi í dag þannig að hægt verði að nýta Fjárvís til að halda utan um forystufjárstofninn til framtíðar og að það verði einfaldlega eðlilegur hluti af góðu skýrsluhaldi. Hægt er að senda tölvupóst með athugasemdum og ósk um leiðréttingar á netfangið forystufe@rml.is eða hafa samband í síma 5165000. Þeir starfsmenn sem fyrst og fremst munu aðstoða við leiðréttingar og skráningar á forystufé eru Árni B. Bragason, Guðfinna Harpa Árnadóttir og Guðrún Hildur Gunnarsdóttir.

Erfðanefnd landbúnaðarins og Fræðasetur um forystufé hafa styrkt og stutt við þetta verkefni.

Skylt efni: forystufé | Fjárvís

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...