Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Afurðaverð hækkar um 5%
Fréttir 12. janúar 2023

Afurðaverð hækkar um 5%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur ákveðið að greiða fimm prósenta afurðaverðshækkun ofan á allt afurðainnlegg síðasta árs.

Þar með er ljóst að SS greiðir hæsta afurðaverð til sauðfjárbænda, þegar tekið er mið af þessum hækkunum, bæði fyrir dilka og fullorðið. Reiknað afurðaverð SS fyrir dilkakjöt er þannig komið í 790 krónur á kílóið og fyrir fullorðið er það 182 krónur á kílóið, miðað við gefnar forsendur í útreikningum Bændasamtaka Íslands.

Greiðslan berst 20. janúar

Greiðslan vegna hækkunarinnar mun berast þann 20. janúar 2023, en í tilkynningu segir að þessi viðbótargreiðsla sé hrein viðbót við heildarafurðaverð ársins 2022, þar með taldri þeirri viðbót sem kynnt var í ágúst þegar 30 króna eingreiðslu var bætt við hvert kíló innleggs vegna erfiðari rekstraraðstæðna bænda.

Í tilkynningunni kemur fram að í heild greiði SS um 212 milljónir króna ofan á allt afurðainnlegg ársins 2022 til bænda. Stefna félagsins sé að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...