Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Afurðaverð hækkar um 5%
Fréttir 12. janúar 2023

Afurðaverð hækkar um 5%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur ákveðið að greiða fimm prósenta afurðaverðshækkun ofan á allt afurðainnlegg síðasta árs.

Þar með er ljóst að SS greiðir hæsta afurðaverð til sauðfjárbænda, þegar tekið er mið af þessum hækkunum, bæði fyrir dilka og fullorðið. Reiknað afurðaverð SS fyrir dilkakjöt er þannig komið í 790 krónur á kílóið og fyrir fullorðið er það 182 krónur á kílóið, miðað við gefnar forsendur í útreikningum Bændasamtaka Íslands.

Greiðslan berst 20. janúar

Greiðslan vegna hækkunarinnar mun berast þann 20. janúar 2023, en í tilkynningu segir að þessi viðbótargreiðsla sé hrein viðbót við heildarafurðaverð ársins 2022, þar með taldri þeirri viðbót sem kynnt var í ágúst þegar 30 króna eingreiðslu var bætt við hvert kíló innleggs vegna erfiðari rekstraraðstæðna bænda.

Í tilkynningunni kemur fram að í heild greiði SS um 212 milljónir króna ofan á allt afurðainnlegg ársins 2022 til bænda. Stefna félagsins sé að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...