Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afurðaverðskrá SS fyrir sauðfé 2021
Fréttir 28. júlí 2021

Afurðaverðskrá SS fyrir sauðfé 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

SS hefur ákveðið að hækka meðalverð fyrir innlagt dilkakjöt um 6% frá fyrra ári. Samhliða eru gerðar nokkrar breytingar á verðhlutföllum. Af þessu leiðir að sumir flokkar hækka um meira en 6% en aðrir minna og í tilfelli lökustu flokkanna lækkar verð.

Fullorðið fé er hækkað um 3%. Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.

Tilgangurinn með breyttum verðhlutföllum dilkakjöts er að hvetja til framleiðslu á gæðakjöti í samræmi við óskir markaðarins.

Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar sem er hagkvæmt fyrir þá sem geta að nýta sér.

Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur og nýtur félagið sterkrar fjárhagsstöðu sinnar.

Það er nokkur óvissa á markaði innanlands og utan vegna Covid-19 en SS hefur trú á hægt verði að ná eðlilegri verðmyndun á markaði og neytendur muni áfram meta afburða gæði íslensks lambakjöts.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...