Afurðaverðskrá SS fyrir sauðfé 2021
SS hefur ákveðið að hækka meðalverð fyrir innlagt dilkakjöt um 6% frá fyrra ári. Samhliða eru gerðar nokkrar breytingar á verðhlutföllum. Af þessu leiðir að sumir flokkar hækka um meira en 6% en aðrir minna og í tilfelli lökustu flokkanna lækkar verð.
Fullorðið fé er hækkað um 3%. Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.
Tilgangurinn með breyttum verðhlutföllum dilkakjöts er að hvetja til framleiðslu á gæðakjöti í samræmi við óskir markaðarins.
Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar sem er hagkvæmt fyrir þá sem geta að nýta sér.
Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur og nýtur félagið sterkrar fjárhagsstöðu sinnar.
Það er nokkur óvissa á markaði innanlands og utan vegna Covid-19 en SS hefur trú á hægt verði að ná eðlilegri verðmyndun á markaði og neytendur muni áfram meta afburða gæði íslensks lambakjöts.