Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Góð uppskera var af spergilkáli og blómkáli í haust, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vor.
Góð uppskera var af spergilkáli og blómkáli í haust, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vor.
Mynd / Bbl
Fréttir 14. desember 2023

Ágæt uppskera þrátt fyrir kalt vor

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt uppskerutölum úr útiræktun grænmetis, sem bændur hafa sjálfir skráð, er heildaruppskeran heldur meiri í ár en undanfarin tvö ár.

Helgi Jóhannesson.

Talsvert meiri uppskera var af blómkáli og spergilkáli en á síðasta ári, en svipuð í kartöflum, gulrótum og gulrófum. Minna er af kínakáli, hvítkáli og rauðkáli miðað við síðasta ár.

„Í heild mega bændur vera nokkuð ánægðir með uppskeruna þar sem vorið var blautt og kalt og fræ og plöntur fóru seint niður og vöxtur hægur til að byrja með,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins. Uppskeran kom því seinna á markað en í meðalári, að sögn Helga.

„En gott haust gerði það að verkum að heildaruppskera varð ágæt í mörgum tilvikum.

Tölur um hektara í ræktun liggja ekki fyrir og því ekki hægt að draga miklar ályktanir um ástæður þessara breytinga milli ára,“ segir Helgi.

Uppskerutölur úr útiræktun grænmetis samkvæmt skráningu bænda. Magn er í tonnum eftir tegundum.

Skylt efni: uppskera | grænmeti

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...