Ágæt uppskera þrátt fyrir kalt vor
Samkvæmt uppskerutölum úr útiræktun grænmetis, sem bændur hafa sjálfir skráð, er heildaruppskeran heldur meiri í ár en undanfarin tvö ár.
Talsvert meiri uppskera var af blómkáli og spergilkáli en á síðasta ári, en svipuð í kartöflum, gulrótum og gulrófum. Minna er af kínakáli, hvítkáli og rauðkáli miðað við síðasta ár.
„Í heild mega bændur vera nokkuð ánægðir með uppskeruna þar sem vorið var blautt og kalt og fræ og plöntur fóru seint niður og vöxtur hægur til að byrja með,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins. Uppskeran kom því seinna á markað en í meðalári, að sögn Helga.
„En gott haust gerði það að verkum að heildaruppskera varð ágæt í mörgum tilvikum.
Tölur um hektara í ræktun liggja ekki fyrir og því ekki hægt að draga miklar ályktanir um ástæður þessara breytinga milli ára,“ segir Helgi.