Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Góð uppskera var af spergilkáli og blómkáli í haust, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vor.
Góð uppskera var af spergilkáli og blómkáli í haust, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vor.
Mynd / Bbl
Fréttir 14. desember 2023

Ágæt uppskera þrátt fyrir kalt vor

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt uppskerutölum úr útiræktun grænmetis, sem bændur hafa sjálfir skráð, er heildaruppskeran heldur meiri í ár en undanfarin tvö ár.

Helgi Jóhannesson.

Talsvert meiri uppskera var af blómkáli og spergilkáli en á síðasta ári, en svipuð í kartöflum, gulrótum og gulrófum. Minna er af kínakáli, hvítkáli og rauðkáli miðað við síðasta ár.

„Í heild mega bændur vera nokkuð ánægðir með uppskeruna þar sem vorið var blautt og kalt og fræ og plöntur fóru seint niður og vöxtur hægur til að byrja með,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins. Uppskeran kom því seinna á markað en í meðalári, að sögn Helga.

„En gott haust gerði það að verkum að heildaruppskera varð ágæt í mörgum tilvikum.

Tölur um hektara í ræktun liggja ekki fyrir og því ekki hægt að draga miklar ályktanir um ástæður þessara breytinga milli ára,“ segir Helgi.

Uppskerutölur úr útiræktun grænmetis samkvæmt skráningu bænda. Magn er í tonnum eftir tegundum.

Skylt efni: uppskera | grænmeti

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...