Allt grænmeti er seint á ferðinni
Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt við ýmsar veðurfarslegar áskoranir í sumar.
Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt við ýmsar veðurfarslegar áskoranir í sumar.
Samkvæmt uppskerutölum úr útiræktun grænmetis, sem bændur hafa sjálfir skráð, er heildaruppskeran heldur meiri í ár en undanfarin tvö ár.
Hávær krafa hefur verið uppi um að plastumbúðir á grænmeti séu minnkaðar og nú er leitað leiða til að bregðast við.
Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð eru stórhuga nú í byrjun sumars. Á aðeins tveimur árum hafa þau aukið umfang sitt sexfalt í útiræktun grænmetis. Þá stefna þau á að endurreisa ylræktina á bænum og ætla að byggja tvö þúsund fermetra gróðurhús næsta sumar.
Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð talsverð aukning í uppskerumagni á kartöflum og gulrótum í haust miðað við á síðasta ári, en mun minna var skorið upp af rauðkáli miðað við tvö undanfarin ár.
Skrautrófur, íslenskt kóralkál, regnbogasalat og blaðkál voru á meðal tegunda sem bændur prófuðu sig áfram með í sölu á Bændamarkaði Krónunnar í septembermánuði.
Guðjón Birgisson og Sigríður Helga Karlsdóttir á garðyrkju- stöðinni Melum á Flúðum í Hrunamannahreppi hafa marga fjöruna sopið.
Fjölskyldugrill og góðir gestir verða ánægðir með mjúkan og safaríkan lambahrygg með fullt af grænmeti.
Flúðasveppir og Flúðajörfi á Flúðum gáfu nýlega 30 fjölskyldum í Reykjavík kassa af blönduðu grænmeti.
Samkaup hefur skorað á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrra, að auka grænmetisræktun á Íslandi. Það var gert með bréfi til ráðherrans í gær.
Hafberg Þórisson er nú að reisa nýja gróðrarstöð í Lundi í Mosfellsdal. Þar er þegar búið að reisa 7.000 fermetra stálgrindarbyggingu undir salatrækt og á næstu árum munu rísa þar við hliðina tvær slíkar byggingar til viðbótar.
Í nýlegri rannsókn voru tekin 416 grænmetis- og berjasýni í helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu og hjá innflutnings- og dreifingarfyrirtæki. Bakteríur ræktuðust í 111 sýnum og í 14 sýnum af innfluttu grænmeti fundust bakteríur sem eru ónæmar fyrir fimm eða fleiri sýklalyfjum.
Í jórdönsku eyðimörkinni eru nú gróðurhús á stærð við fjóra fótboltavelli sem fyrirtækið Sahara Forest Project stýrir. Þar áætla þeir að framleiða um 10 þúsund lítra af ferskvatni á hverjum degi og uppskera um 130 þúsund kíló af grænmeti á ári.
Viðræður um sölu á íslensku grænmeti til Danmerkur hafa staðið yfir í nokkra mánuði og að sögn Gunnlaugs Karlssonar framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna mun útflutningurinn að öllum líkindum hefjast næsta vetur.
Knútur Rafn Ármann, grænmetisræktandi í Friðheimum, segir að salan á tómötum frá þeim sé að meðaltali rúmlega eitt tonn á dag, eða um 370 tonn ári. Allt byggi þetta á að markaðssetning gangi upp og þar séu blikur á lofti með tilkomu bandarísku risakeðjunnar Costco á íslenska markaðnum.
Samkvæmt heimildum Bændablaðsins eru samningar um útflutning á íslensku grænmeti til Danmerkur langt á veg komnir. Búið er að hanna umbúðir fyrir grænmetið á danskan markað og ein hugmyndin er að markaðssetja það undir slagorðinu „Ræktað undir norðurljósunum“.
Íslenska ríkið var nýlega dæmt í héraði til að endurgreiða innflutningsfyrirtæki á sviði matvöru tæpar 40 milljónir króna auk vaxta.