Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útflutningur á grænmeti til Danmerkur gæti hafist næsta vetur
Fréttir 4. ágúst 2017

Útflutningur á grænmeti til Danmerkur gæti hafist næsta vetur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður um sölu á íslensku græn­meti til Danmerkur hafa staðið yfir í nokkra mánuði og að sögn Gunnlaugs Karlssonar fram­kvæmdastjóra Sölu­félags garðyrkjumanna mun útflutn­ing­ur­inn að öllum líkindum hefjast næsta vetur.

Bændablaðið greindi frá því í upphafi árs að samningar um út­flutning á íslensku grænmeti til Danmerkur væru langt á veg komnir og að búið væri að senda út prufusendingar og að verðið sem Danirnir væru tilbúnir til að greiða fyr­ir grænmetið væri mjög gott.

Handsalaðir samningar

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmda­stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að viðræður við Danina séu enn í fullum gangi og málið í vinnslu. „Við handsöluðum sam­ning við Danina um að hefja út­­flutningi síðastliðinn vetur en það tafðist og hugmyndin í dag er að út­flutningurinn hefjist næsta vetur. Það sem tefur eru mál sem snúa að vottun vörunnar og það tekur sinn tíma.“

Að sögn Gunnlaugs liggja ekki enn fyrir tölur um hversu mikinn útflutning geti verið um að ræða en ljóst er að grænmetið verður flutt til Danmerkur með flugi enda um viðkvæma vöru að ræða.

Beðið eftir vottorðum

„Á markaði eins og í Danmörku er nauðsynlegt að hafa réttu vottanirnar til að tryggja gott verð þar sem neytendur vilja í auknum mæli vita hvernig varan er framleidd.“

Gunnlaugur segir að væntan­legir kaupendur vörunnar séu við­skipta­vinir Irma en verslan­irnar eru í eigu Coop sem er með um 37% markaðshlutdeild á matvörumarkaði í Danmörku.

„Fulltrúar Irma sem hafa smakkað gúrkurnar og tómatana frá okkur segja þá einstaklega bragð­góða og þá bestu sem þeir hafa smakkað og því um einstaklega góða vöru að ræða. Danirnir eru einnig mjög hrifnir af vatninu sem notað er ræktunarinnar enda er það mjög hreint og heilnæmt.

Aukinn áhugi innanlands

„Annað sem vert er að minnast á í þessu sambandi er stóraukinn áhugi íslenskra veitingamanna á íslenskum matvælum. Íslensk veit­inga­hús og mötuneyti eru í auknum mæli farin að sækjast eftir því að hafa íslenskt grænmeti á boð­stólum  og það er stórkostlegt,“ segir Gunnlaugur Karlsson, fram­kvæmdastjóri Sölu­félags garðyrkjumanna.

Skylt efni: útflutningur | grænmeti | Danmörk

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...