Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Knútur Rafn Ármann, grænmetis­ræktandi í Friðheimum.
Knútur Rafn Ármann, grænmetis­ræktandi í Friðheimum.
Fréttir 6. júlí 2017

Vonast til að innlent grænmeti verði á boðstólum í Costco

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Knútur Rafn Ármann, grænmetis­ræktandi í Friðheimum, segir að salan á tómötum frá þeim sé að meðaltali rúmlega eitt tonn á dag, eða um 370 tonn ári. Allt byggi þetta á að markaðssetning gangi upp og þar séu blikur á lofti með tilkomu bandarísku risakeðjunnar Costco á íslenska markaðnum.

Costco hefur eingöngu boðið til sölu innflutt grænmeti í sinni verslun í Garðabæ. Knútur segir að íslenskum garðyrkjumönnum sé auðvitað brugðið. Þeir hafi þó rætt við Costco-menn og vonist til að þeirra vörur verði þar einnig á boðstólum sem fyrst.

Manni er aðeins brugðið

„Ég vil þó taka það mjög skýrt fram að allir fögnum við samkeppni. Það er þó auðvitað kurteisi við neytendur að þeir hafi val um hvort þeir kaupi íslenskt eða innflutt grænmeti. Manni er aðeins brugðið að neytendum sé ekki boðið upp á það í þessari stóru verslun. Í staðinn sér maður þar tómata frá Túnis.

Tómatar og annað grænmeti er yfir 90–95% vatn. Verandi með okkar frábæra hreina vatn til vökvunar í ræktuninni hér heima þá spyr maður sig hvernig vatnið sé sem verið er að nota við ræktunina þarna úti. Myndi maður drekka drykkjarvatnið á þessum stöðum? Fyrir sjálfan mig þá hugsa ég mikið um þetta þegar ég kaupi grænmeti í matinn. Það skiptir miklu máli að eiga gott vatn til vökvunar og við á Íslandi eigum einfaldlega besta vatn í heimi.“

Flutt yfir hálfan hnöttinn

„Þá er búið að flytja þessa innfluttu tómata yfir hálfan hnöttinn og maður spyr sig hvort okkur sem ábyrgum jarðarbúum finnist þetta eftirsóknarvert. Auðvitað er þetta val hvers og eins neytanda, en fyrir fagmann í greininni og mikinn grænmetisunnanda, þá finnst mér þetta ekki vera spennandi kostur.

Það ætti að vera meiri hvati til að neyta þess sem framleitt er í eigin landi fremur en vöru sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn með allri þeirri mengun sem því fylgir. Þegar við eigum svona flotta og holla vöru eins og íslenskt grænmeti, finnst mér að það eigi að vera í boði sem víðast.“

Það skiptir máli hvað fólk lætur ofan í sig

„Við höfum lagt mikinn metnað og alúð í ræktun á íslensku grænmeti síðustu árin. Við erum búin að kynna mjög vel bóndann sem stendur á bak við framleiðsluna. Að fólk viti hvaðan varan kemur. Þá búum við svo vel á Íslandi að geta boðið hér frábæra gæðavöru og viljum að hún sé í boði sem víðast. Það skiptir líka máli fyrir heilsuna hvað fólk er að láta ofan í sig, enda erum við sjálf 70% vatn.“

Knútur segir að þau hafi fundið mjög fyrir þessum hugrenningum í vetur og einnig varðandi umræðuna um matarsóun og umhverfisvernd. Öll sú umræða miðist við að ganga vel um jörðina og nýta matvælaframleiðslu í nærumhverfinu í stað þess að flytja hana langar leiðir.

„Þar höfum við meðbyr hjá þjóðinni. Við eigum líka sem þjóð að hafa metnað til að framleiða sem mest af okkar landbúnaðarvörum sjálf.“

Úr 900 í 150 þúsund ferðamenn

Friðheimar byggja sína tilveru á tómatarækt og þjónustu við ferðamenn. Knútur segir að á fyrsta árinu sem þau hafi tekið á móti ferðamönnum hafi komið 900 gestir. Á síðasta ári voru þeir 135 þúsund og búist er við um 150 þúsund gestum í ár.
Hann segir markmiðið nú ekki vera að fjölga gestum, heldur að gera enn betur í að þjónusta þá sem þangað koma. Hann segir mikla aukningu ferðamanna hafa verið í vetur og í janúar, febrúar og mars hafi oft verið uppbókað á veitingastaðnum, sem er eitthvað sem ekki hafi áður þekkst. Öll móttaka hafi gengið mjög vel, en með tilkomu nýs eldhúss sem tekið var formlega í notkun í júnílok, verði hægt að sinna þessu enn betur. 

Skylt efni: grænmeti | Costco | Friðheimar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...