Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Álagning plöntueftirlitsgjalds dæmd ólögmæt
Fréttir 11. nóvember 2015

Álagning plöntueftirlitsgjalds dæmd ólögmæt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslenska ríkið var nýlega dæmt  í héraði til að endurgreiða innflutningsfyrirtæki á sviði matvöru tæpar 40 milljónir króna auk vaxta.

Ástæðan var sú að tilhögun í reglugerð varðandi gjaldtöku til að standa undir kostnaði við eftirlit með innflutningi plantna og plöntuafurða reyndist ekki eiga sér lagastoð að mati dómsins.

Í frétt á heimasíðum Mast segir að málið hafi snúist eftirlitsgjald af innflutningi plantna og plöntuafurða en umrætt fyrirtæki er umfangsmikill innflytjandi og dreifingaraðili ávaxta og grænmetis á Íslandi. Þessi innflytjandi stefndi íslenska ríkinu og fór fram á að fá endurgreiddar tæpar 40 milljónir kr. auk vaxta vegna ólöglegrar gjaldtöku Matvælastofnunar árin 2011 - 2014. Dómurinn féllst á þessa kröfu að öllu leyti.

Í reglugerðinni segir að innflytjendur skulu greiða 2% eftirlitsgjald af ákveðnum vöruflokkum en 1% af öðrum. Samkvæmt lögum um þetta efni og almennum reglum um þjónustugjöld ríkisins mega tekjur af gjaldi sem þessu ekki vera hærri en svo að þær standi einungis straum af kostnaði við þá þjónustu eða eftirlitsaðgerð sem gjaldtökuheimildin nær til. Stjórnvaldi er einungis heimilt að taka gjald fyrir beinan kostnað eða kostnað sem stendur í nánum, efnislegum tengslum við þá þjónustu sem gjaldið á að standa straum af kostnaði við samkvæmt gjaldtökuheimildinni.

Gangi gjaldtakan lengra að þessu leyti er hún orðin að skatti eða tolli sem sérstaka lagaheimild þarf fyrir. Engri slíkri heimild var til að dreifa í þessu tilviki. Ekki þóttu vera nægilega bein tengsl á milli þessa plöntueftirlitsgjalds og raunkostnaðar Matvælastofnunar við eftirlitið.

Meðal annars af þessum ástæðum var gjaldtakan dæmd ólögmæt.
Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögmanns hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað.
 

Skylt efni: Mast | ávextir | grænmeti

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...