Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð talsverð aukning í uppskerumagni á kartöflum og gulrótum í haust miðað við á síðasta ári, en mun minna var skorið upp af rauðkáli miðað við tvö undanfarin ár.

Meginlínurnar eru hins vegar þær sömu ár eftir ár, að sögn Helga Jóhannessonar, garðyrkjuráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbún­ aðarins. Framleiðslumagn sé svipað þrátt fyrir meiri hvata til aukinnar framleiðslu og áformum stjórnvalda í þá átt.

Framleiðendur meira og minna þeir sömu

Hann segir að skýringuna á sveiflum í uppskerumagni einstakra tegunda sé að finna í tíðarfarinu.

„Við höfum ekki enn þá séð hektaratölurnar fyrir 2022, en fljótt á litið sýnist mér að þetta séu sömu framleiðendur að framleiða á svipuðum hektarafjölda og undanfarin ár. Þeir fáu aðilar sem koma nýir inn byrja flestir smátt og vigta því lítið inn í heildarmagnið. Munur milli ára í uppskeru er því fyrst og fremst vegna breytileika í veðurfari,“ segir Helgi, spurður um hvort einhver fjölgun hafi orðið í þessari stétt.

Uppskerumagn í tonnum eftir tegundum.

„Það er áhyggjuefni að hægt gengur að auka ræktun á grænmeti þrátt fyrir aukinn stuðning og vilja stjórnvalda. Ég held að þetta sé ekki bara spurning um velvilja og fjárstuðning. Meira þarf að koma til. Það þarf að fara í saumana á þessu í heild sinni, skoða samkeppnisstöðuna og hjálpa nýliðum að komast almennilega af stað með alvöru framleiðslu.“

Stuðningurinn hjálpar ekki þeim sem byrja smátt

„Já, gagnvart útiræktuninni hefur jarðræktarstyrkur hækkað talsvert,“ segir hann, spurður um aukna hvata til aukinnar framleiðslu. „Garðyrkjan hefur verið styrkt sérstaklega umfram aðra jarðrækt – og markmiðið að sjálfsögðu að auka framleiðsluna.

Stuðningur í útiræktun miðast fyrst og fremst við flatarmál í ræktun og því hjálpar stuðningurinn lítið þeim sem eru að byrja með lítið undir. Til þess að gera þetta af alvöru þarf vélar og tæki til að létta vinnuna og kæligeymslur til að geyma uppskeruna. Þetta krefst mikilla fjárfestinga sem fælir þá frá nýja aðila sem gjarnan vilja hasla sér völl í greininni,“ segir Helgi Jóhannesson garðyrkjuráðunautur.

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...