Alvarleg tilfelli af fugla- flensu á Bretlandseyjum
Nokkur alvarleg tilfelli af fuglaflensum af völdum H5NB veirusýkingar hafa komið upp á Bretlandseyjum frá síðustu áramótum.
Verulegar líkur eru á að fuglaflensan breiðist út til annarra landa í Evrópu með vorinu.
Ríflega 10.000 fasanar í Lancashire á Bretlandseyjum hafa undanfarna daga greinst með veirusýkingu sem kallast H5NB og veldur fuglaflensu.
Sýkingarinnar varð vart við hefðbundna læknisskoðun fuglanna og hefur þeim öllum verið fargað.
Í janúar síðastliðnum kom upp H5NB veirusýking í kalkúnaeldi í Lincolnshire og þá var ríflega 6.000 fuglum fargað, annað tilfelli í kjúklingi í Welsh og enn annað tilfelli í Doset.
Talið er að veira berist í alifugla með farfuglum og komið hefur til tals að banna útiveru alifugla á þeim árstímum sem far villtra fugla er mest.