Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla
Fréttir 27. apríl 2017

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla. Fuglarnir hafa nú flestir yfirgefið vetrarstöðvarnar og eru komnir til varpstöðva sinna á Íslandi.

Á heimasíðu Matvælastofnunar er minnt á að enn er í gildi aukið viðbúnaðarstig vegna hættu á að alvarlegt afbrigði af fuglaflensu geti borist frá villtum fuglum í alifugla og aðra fugla í haldi. Mast segir að greiningum á fuglaflensu í Evrópu hafi fækkað undanfarið en enn eru taldar nokkrar líkur á að það berist með farfuglum hingað til lands.
Hækkað viðbúnaðarstig

Hinn 23. mars síðastliðinn var viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu aukið með auglýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis nr. 241/2017, sem kveður á um auknar smitvarnir.

Tilfellum fækkað í Evrópu

Undanfarið hefur greiningum á alvarlegu afbrigði fuglaflensu af sermisgerðinni H5N8 fækkað á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum. Fækkunin er að hluta skýrð með því að í Evrópu er komið vor og í hærra hitastigi minnkar fjöldi virkra fuglaflensuveira hraðar en þegar kalt er.

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslensku farfuglanna, sem þeir hafa nú flestir yfirgefið og eru komnir til landsins.

Starfshópur, sem skipaður er sérfræðingum Matvælastofnunar, Háskóla Íslands, Tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, telur að enn sé ekki útilokað að fuglarnir hafi borið veiruna til landsins. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...