Ályktun um verkfall eftirlitsdýralækna
Búnaðarþing hefur samþykkt ályktun sem á að koma í veg fyrir að verkfall eftirlitsdýralækna bitni á nokkurn hátt á velferð búfjár.
Í ályktuninni segir að búnaðarþing 2016 krefjist þess að eftirlitsdýralæknar í sláturhúsum hafi ekki heimild til þess að fara í verkfall.
Framgangur
Stjórn BÍ fylgi málinu eftir við hlutaðeigandi aðila.
Greinagerð
Á síðasta ári kom upp mjög alvarleg staða hjá bændum þar sem ekki fékkst leyfi til að slátra dýrum. Afar slæmt ástand skapaðist hjá alifugla og svínbændum þar sem dýravelferð vék fyrir hagsmunum dýralækna í verkfalli. Til að fyrirbyggja að slík staða geti komið upp í allri framtíð er þessi ályktun lögð fram.