Segist vera sveitatútta en er fædd í borginni, skírð í höfuðið á ömmu sinni og er stolt af því
Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi við Kaupmannahafnarháskóla, er að gera mjög áhugaverða rannsókn á tíðni magasára í íslenskum hrossum. Hún er að skipuleggja rannsókn á Íslandi, sem tengist lokaverkefni hennar, sem hún stefnir á að skrifa í haust.