Undirbúningur að dýralæknanámi
Fulltrúar Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði (Keldur) heimsóttu Lífvísindaháskólann í Varsjá (SGGW) í maí sl. til þess að ræða möguleikann á samstarfi um dýralæknanám og skoða aðstöðuna hjá SGGW.