Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Innflutningur á ófrosnu hráketi og öðru hrámeti
Fréttir 16. maí 2019

Innflutningur á ófrosnu hráketi og öðru hrámeti

Höfundur: Sigurður Sigurðarson dýralæknir frá Keldum

Góðu alþingismenn og embættismenn! Standið gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra um leyfi til innflutnings á ófrosnu hráketi og hrámeti öðru. – Það er í bráð og lengd hættulegt mönnum og dýrum, ef gefið verður eftir. 

Ástæðan er sú að íslenskir dýrastofnar hafa verið lengi einangraðir og því varnarlitlir gegn smitefnum, sem ekki hafa borist hingað áður. Margoft hafa áður óþekktir smitsjúkdómar borist til landsins með ógætilegum og óþörfum innflutningi og valdið stórfelldu tjóni og erfiðleikum. Frumvarp ráðherrans um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma hefur auk þess í för með sér aukna hættu á innflutningi sýklastofna, sem engin lyf vinna á. Það er hættulegt heilsu manna og dýra. 

Viðnámsaðgerðir og varúðarráðstafanir til að draga úr eða koma í veg fyrir slíka hættu hafa fæstar komið að nokkru gagni. Svo mun vera um viðnámsaðgerðir og tryggingar, sem teflt hefur verið fram nú. Þær eru sýnist mér að mestum hluta hjóm eða blekkingaleikur. Menn virðast hrekjast undan þrýstingi hagsmunaafla innanlands og reglum erlendis frá, sem ekki eru heilagar. Þær eiga sumar alls ekki við hér á landi, hægt að mótmæla og verjast og berjast fyrir rétti okkar. 

Landbúnaðarráðherra á sjálfur að standa í fararbroddi í vörninni en ekki ýta ábyrgðinni yfir á aðra eins og hann hefur gert. Af hverju er hann að bregðast í stað þess að berjast?

Dýralæknar virðast láta blekkjast

Mér virðist að nokkrir dýralæknar, meira segja dýralæknar í hæstu stöðum, séu, svo ótrúlegt sem það er, um það bil að láta blekkjast til fylgis við þetta ógæfulega viðhorf og geti með afstöðu sinni svikið skjólstæðinga okkar, dýrin, og bregðast í vörninni í stað þess að berjast fyrir rétti dýra og landsmanna eins og þeim er skylt. Sjáið að ykkur, góðir kollegar, standið á vakt og bilið ekki. Vörnin er til, ef viljann skortir ekki. Fellið þetta frumvarp.

Það þarf að standa í fæturna

Það er hræðsluáróður og ósæmileg ógnun, að fullyrða að óreyndu að spillt verði fyrir sölu á fiski frá Íslandi, ef við samþykkjum ekki þetta mál. 

Orkumálin og sala á sjávar-afurðunum eru lífsgrunnur okkar nú og í framtíðinni. Svo slæmir eru viðsemjendur okkar ekki  og vinir að fornu og nýju, að þeir vilji taka fyrir kverkar okkar. Þeim er skylt að sýna skilning samkvæmt samningum, en til þess má heimavarnarliðið ekki bregðast. Það þarf að standa í fæturna, rökstyðja okkar málstað og berjast fram í rauðan dauðann. Grípið til duglegra varna, stjórnmálamenn og dýralæknar. Herðið bein í nefi. Þar er varla eintómt brjósk. 

Tryggingar dugðu ekki þegar á reyndi

Meira en hálfa ævina hef ég ásamt fleirum verið að berjast gegn afleiðingum óviturlegra ákvarðana stjórnvalda, m.a. um innflutning af ýmsu tagi, sem allar áttu að hafa bestu tryggingar gegn hugsanlegum hættum en dugðu ekki, þegar á reyndi. Barátta hefur samt skilað árangri. Mörgum innfluttum smitsjúkdómum hefur verið útrýmt á löngum tíma með ærnum kostnaði og fórnum.

Ég hef margra áratuga reynslu í þessum efnum og vil ekki að við þurfum að heyja mörg fleiri stríð af sama tagi. Hver er nauðsyn þess að samþykkja þetta nú? 

Hættan blasir við, ef slegið er undan og stjórnvöld sýna kæruleysi við varnir eins og nú virðist vera. Ég hef ekki séð rök fyrir því annað en ótta við illskeyttar hefndaraðgerðir stofnana Evrópubandalagsins, sem hægt er að verjast eins og í Icesave-málinu, ef vilji og staðfesta er fyrir hendi hjá stjórnmálamönnum. 

5, maí 2019

Sigurður Sigurðarson dýralæknir frá Keldum

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...