Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helga Gunnarsdóttir dýralæknir ómskoðar framfótasinar á hesti.
Helga Gunnarsdóttir dýralæknir ómskoðar framfótasinar á hesti.
Mynd / Auðunn
Fréttir 8. júlí 2021

Þjónusta dýralækna á landsbyggðinni í uppnámi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Dýralæknafélags Íslands sendi nýverið frá sér niðurstöðu könnunar sem félagið lét gera á líðan dýralækna í starfi. Samkvæmt könnuninni er andleg vanlíðan og streita meðal dýralækna algeng hér á landi. Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi.

Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. „Dýralæknar vinna margs konar og ólík störf og í ólíkum geirum. Þjónustudýralæknar í dreifðari byggðum landsins eru fáir og vaktsvæðin stór.“

Bændasamtök Íslands og Matvæla­­stofnun sendu fyrr á árinu bréf til menntamálaráðherra þar sem skortur á dýralæknum er tíundaður og óskað er eftir því að ráð­herra beiti sér fyrir aðgerðum til úrbóta.
Dýravelferð í húfi

Dæmi eru um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður. Það gerir að verkum að þjónustan verður ekki nógu góð út frá sjónarmiði dýravelferðar, þjónustu til bænda og álags á dýralækna, sem vakta stór svæði og eru mikið á vakt. Skilyrði eins og þessi eru ekki til að trekkja ungt fólk að og því sífellt erfiðara að fá fólk í þessar stöður.

Á sama tíma eru of mörg tilfelli um að það getur verið erfitt fyrir bændur að ná í dýralækni eða út frá dýravelferð getur biðin eftir þjónustu verið of löng.

Mannekla og þreyta

Í skýrslu sem Dýralæknafélag Íslands lét gera kemur fram að helstu ástæður aukins álags eru sagðar vera aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Framfarir í faginu hafa jafnframt aukið þjónustuframboð dýralækna til muna og krafan um aukna tæknivæðingu og endurmenntun verður sífellt háværari. Auk þess sem stóraukið gæludýrahald á landsvísu, óvægin umræða á samfélagsmiðlum, óraunhæfar kröfur viðskiptavina, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla eru meðal helstu orsakavalda.

Vilja skapa hvata til starfa

Í bréfi Bændasamtaka Íslands og Matvælastofnunar til mennta­mála­ráðherra segir meðal annars að í lögum um Menntasjóð námsmanna sé að finna heimild ráðherra til að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er ætluð til þess að gefa ráðherra tækifæri til þess að bregðast við ástandi þar sem skortur er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur á fólki með tiltekna menntun með því að skapa sérstakan hvata fyrir fólk til þess að sækja sér þá menntun eða til að starfa í tiltekinni starfsgrein.

– Sjá nánar á bls. 2 í Bændablaðinu

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...