Þjónusta dýralækna á landsbyggðinni í uppnámi
Stjórn Dýralæknafélags Íslands sendi nýverið frá sér niðurstöðu könnunar sem félagið lét gera á líðan dýralækna í starfi. Samkvæmt könnuninni er andleg vanlíðan og streita meðal dýralækna algeng hér á landi. Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi.