Gleðileg rauð slaufa
Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárskraut, jólaskraut eða hvað sem er. Stykkið er prjónað frá hlið að hlið í klukkuprjóni með i-cord og tvöföldu prjóni.
DROPS Design: Mynstur cm-156.
Stærð: Breidd = ca 11 cm, hæð = ca 9 cm.
Garn: DROPS Cotton Merino (fæst hjá Handverkskúnst).
- 50 gr litur 06, kirsuberjarauður.
- 1 slaufa er ca 17 grömm.
Prjónar: nr. 3 - eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 44 umf með klukkuprjóni verði 10 x 10 cm.
Fylgihlutir: Næla eða snúra til að festa slaufuna með.
SLAUFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka sem ein lengja í klukkuprjóni með i-cord í hvorri hlið. Síðan er uppfitjunarkanturinn saumaður við affellingarkantinn. Síðan er prjónað miðjuband í tvöföldu prjóni – miðjubandið er fest utan um sjálfa slaufuna. Í lokin er saumuð niður næla eða snúra þrædd í gegnum miðjubandið á bakhlið á slaufunni þannig að hægt sé að festa slaufuna eða hnýta hana fasta.
KLUKKUPRJÓN MEÐ 2 LYKKJUR I-CORD Í HVORRI HLIÐ:
UMFERÐ 1 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.
UMFERÐ 2 (= rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.
UMFERÐ 3 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 uppsláttur er eftir og 3 lykkjur, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.
EFTIR UMFERÐ 3: Endurtakið síðan umferð 2 og 3.
TVÖFALT PRJÓN:
UMFERÐ 1 (= rétta): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina, snúið.
UMFERÐ 2 (= ranga): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina, snúið.
EFTIR UMFERÐ 2: Endurtakið umferð 1 og 2.
SLAUFA: Fitjið upp 19 lykkjur á prjóna 3 með DROPS Cotton Merino. Prjónið KLUKKUPRJÓN MEÐ 2 LYKKJUR I-CORD Í HVORRI HLIÐ – lesið útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 22 cm. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu.
Fellið af. Saumið affellingarkantinn við uppfitjunarkantinn – saumið lykkju fyrir lykkju, þannig að það myndast hringur (passið uppá að réttan sé út, þ.e.a.s. að það sé brugðin klukkuprjóns-lykkja í hvorri hlið innan við i-cord kanta). Saumurinn er staðsettur fyrir miðju á bakhlið á slaufunni.
MIÐJUBAND: Fitjið upp 10 lykkjur á prjóna 3 með DROPS Cotton Merino. Prjónið TVÖFALT PRJÓN framan og til baka – lesið útskýringu að ofan. Þegar miðjubandið mælist 6 cm, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 5 lykkjur. Fellið af. Leggið miðjubandið utan um slaufuna þannig að slaufan sé bundin saman í miðju. Saumið uppfitjunarkantinn við affellingarkantinn (saumurinn á að vera aftan á slaufunni).
FRÁGANGUR: Saumið nælu eða þræðið snúru í gegnum miðjubandið aftan á slaufunni til að festa slaufuna með.