Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Košice er næststærsta borg Slóvakíu með um 260.000 íbúa og er höfuðstaður samnefnds sjálfstjórnarhéraðs í austurhluta landsins nærri Slovak Ore fjallgarðinum. Á árinu 2013 var Košice útnefnd menningarhöfuðborg Evrópu ásamt Marseille í Frakklandi.
Košice er næststærsta borg Slóvakíu með um 260.000 íbúa og er höfuðstaður samnefnds sjálfstjórnarhéraðs í austurhluta landsins nærri Slovak Ore fjallgarðinum. Á árinu 2013 var Košice útnefnd menningarhöfuðborg Evrópu ásamt Marseille í Frakklandi.
Fréttir 21. maí 2021

Dýralæknanám í Slóvakíu nýtur vaxandi vinsælda meðal Íslendinga

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vaxandi áhugi er fyrir að stunda nám við dýralæknaháskólann í Košice í Slóvakíu. Skólinn heitir University og Veterinary Medicine and Pharmacy og þar eru nú 24 Íslendingar við nám.

Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi, segir að síðastliðið vor hafi þrír íslenskir nemendur útskrifast frá háskólanum. Þá hófu 8 nemar nám við skólann haustið 2020. Þar af 5 sem eru í 6 ára námi og 3 sem fara í 4 ára nám eftir Bsc próf á Íslandi.
„Þetta er 6 ára nám, en skól­inn tekur gilt BSc gráður frá Landbúnaðar­háskóla Íslands á Hvanneyri og frá Háskólanum á Hólum og er það metið sem ígildi tveggja ára náms við skólann,“ segir Runólfur.

Öflug félagsstarf er í University og Veterinary Medicine and Pharmacy og klúbbar starfandi af ýmsu tagi.

Í University og Veterinary Medicine and Pharmacy er starfræktur dýra­spítali og þar er einnig aðstaða fyrir ræktun dýra og rannsóknir á sjúkdómum. Í skólanum er bæði hægt að læra lækningar á gæludýrum sem og stærri dýrum eins og hestum.

Margs konar og öflugt félagsstarf er stundað við skólann og klúbbar af ýmsu tagi, eins og veiðiklúbbur, klúbbur áhugamanna um býflugnarækt, smádýrarækt og fuglarækt. Þá er starfræktur fjallamennskuklúbbur og ýmislegt fleira. Áhugasamir geta kynnt sér skólann nánar á heimasíðu hans; www.uvlf.sk/en.

Inntökupróf í sumar

Inntökupróf við skólann verða haldin á netinu (online) þann 3. júní næstkomandi og er umsóknarfrestur til 21. maí.

Annað inntökupróf verður svo haldið 1. júlí og er umsóknarfrestur í það til 17. júní.

Þriðja inntökuprófið verður svo haldið 19. ágúst en umsóknarfrestur vegna þess er til 6. ágúst.

Runólfur segir að nokkrir slóvanskir nemendur skólans sem lokið hafa námi hafi komið til Íslands til að auka sín réttindi. Þeir hafi unnið í sláturhúsum á Íslandi í eitt ár til að fá réttindi til matvælaskoðunar. Hafi þeir m.a. hælt faglegum vinnubrögðum í sláturhúsinu á Selfossi og sér í lagi hvað varðar meðferð dýra og virðingu fyrir dýrunum sem verið var að slátra.

Hafi fólk hug á að komast í inntökupróf, þá veitir Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu, góðfúslega nánari upplýsingar. Netfangið hjá honum er kaldasel@islandia.is og hægt er að ná í hann í síma 820-1071.

Slóvakía í Austur-Evrópu varð sjálfstætt ríki þegar gömlu Tékkóslóvakíu var skipt upp í Tékkland og Slóvakíu árið 1993.


Stáliðnaðar- og menningarborgin Košice

Košice er næststærsta borg Slóvakíu með um 260.000 íbúa, en höfuðborgin Bratislava er stærst með um 430.000 íbúa.

Košice er höfuðstaður samnefnds sjálfstjórnarhéraðs í austurhluta landsins nærri Slovak Ore fjallgarðinum (Slovenské rudohorie) sem er mesti fjallgarður Slóvakíu. Þar eru þrír háskólar, fjöldi safna, sýningarsala og nokkur leikhús. Á árinu 2013 var Košice útnefnd menningarhöfuðborg Evrópu ásamt Marseille í Frakklandi.

Košice er mikilvæg iðnaðarborg fyrir Slóvakíu og stálbræðslan U.S. Steel Košice stærsti vinnustaðurinn í borginni og stærsti stálframleiðandinn í Mið-Evrópu. Hefur fyrirtækið unnið að margvíslegum samfélagsverkefnum, eins og eitt sem nefnt er „Together for the Region“, sem gæti útlagst, gerum þetta saman fyrir samfélagið. Er það í samvinnu við Carpathian Foundation. Sex verkefni eru þar nú í gangi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins í þágu barna-, öryggis-, og umhverfismála í austurhluta Slóvakíu.

Ekki langt frá Košice er borgin Prešov sem er þriðja stærsta borg Slóvakíu. Þá er Uzhhorod í Úkraínu aðeins í 97 km fjarlægð fyrir austan Košice, en borgin tilheyrði áður Tékkóslóvakíu. Uzhhorod var löngu áður þekkt undir nafninu Ungvár, en þaðan er nokkurn veginn jafnlangt til Eystrasalts (Baltic), Adríahafs og Svartahafs, eða um 650 til 690 kílómetrar. Um 25 km eru svo frá Košice til ungversku landamæranna.

Frá kennslu í dýralækningum í University og Veterinary Medicine and Pharmacy. Mynd / UVMP

Íslendingar sækja líka í læknanám í Martin

Borgin Martin er staðsett um 236 km fyrir vestan Košice, en meira en 200 Íslendingar stunda læknanám við Jessenius Faculty of Medicine (www.jfmed.uniba.sk/en). Þar hafa um 80 íslenskir læknar lokið námi.

Lestir fara beint á milli borganna mörgum sinnum á dag. Ferðin tekur um 2 klukkustundir og 50 mínútur. Internet er í lestunum og matarvagnar. Frábært útsýni er á leiðinni til Tatra fjalla.

Inntökupróf verður í Jessenius Faculty of Medicine þann 5. júní og er umsóknarfrestur í það próf til 12 maí. Annað inntökupróf verður svo haldið 10. júní og í það er umsóknarfrestur til 17. júní.

Læknanám í Olomuc í Tékklandi

Runólfur segir að Íslendingar hafi einnig sótt talsvert í tannlæknanám í Tékklandi sem er hinn hlutinn af gömlu Tékkóslóvakíu. Þar er Palaský University í borginni Olomouc á Haná svæðinu í Moravíu í austurhluta Tékklands. Olomouc er sjötta stærsta borg Tékklands og elsti hluti borgarinnar, „Old Town“ er á heimsminjaskrá UNESCO.

Um 20.000 manns stunda nám í Palaský háskólanum sem er starf­ræktur í mörgum deildum. Hafa nokkrir Íslendingar farið þar í nám í læknisfræði og í tannlæknadeild skólans.

Skylt efni: dýralæknar

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...